Fámenni á einu æfingunni fyrir Ísraelsleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 17:00 Guðmundur Guðmundsson ræðir við þá leikmenn sem tóku þátt í æfingu íslenska liðsins í dag. hsí Fámennt var einu æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM 2022 á morgun. Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira