Fámenni á einu æfingunni fyrir Ísraelsleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 17:00 Guðmundur Guðmundsson ræðir við þá leikmenn sem tóku þátt í æfingu íslenska liðsins í dag. hsí Fámennt var einu æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM 2022 á morgun. Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira