KA átti engin svör: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:30 Adam Haukur Baumruk bar boltann frá vinstri til hægri og bjó til pláss fyrir liðsfélaga sína. stöð 2 sport KA-menn virtust ekki eiga nein svör gegn Haukum á sunnudag þegar Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar karla í handbolta með 32-23 sigri. Einar Andri Einarsson rýndi í spilamennsku Hauka. „Það var gaman að sjá hraðaupphlaupin í byrjun leiks. Menn hafa greinilega eytt góðum tíma í þau í pásunni og Haukar völtuðu yfir KA-menn í byrjun þegar þeir unnu boltann,“ sagði Einar Andri í Seinni bylgjunni þar sem hann sýndi hvernig Haukar rúlluðu yfir KA í byrjun. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri skoðar Hauka og KA Þegar Haukar unnu boltann komu þeir ávallt fram völlinn með sams konar hætti. KA fékk tíma til að stilla upp í vörn en það dugði engan veginn. Adam Haukur Baumruk sótti með boltann frá vinstri að miðri vörninni, og fékk í sig Ólaf Gústafsson aðalvarnarmann KA. Út frá því höfðu Haukar svo ýmsar útgáfur til að búa til mörk. „KA-mennirnir bregðast ekkert við. Þeir hefðu hugsanlega getað hlaupið til baka í 3-2-1 vörn til þess að mæta þessu en gera það ekki. Þá segja Haukarnir bara: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“,“ sagði Einar Andri. „Þetta var allt á fyrstu fimm mínútum leiksins, allar útgáfur og KA-menn áttu engin svör. Þetta lagði grunninn að sigrinum. Haukar fengu fjögur einföld mörk, þurftu ekki að stilla upp í sókn, og þetta gefur mönnum fullt sjálfstraust til að klára leikinn á meðan að KA-menn eru bara slegnir,“ sagði Einar Andri. Haukar eru með fjögurra stiga forskot á FH á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Hafnarfjarðarliðin eiga eftir að mætast, 17. maí, í þriðju síðustu umferðinni. KA er í 8. sæti og myndi eins og staðan er núna mæta Haukum í úrslitakeppninni í sumar. KA er hins vegar aðeins stigi fyrir ofan Fram og tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í 3. sæti. Seinni bylgjan Olís-deild karla Haukar KA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
„Það var gaman að sjá hraðaupphlaupin í byrjun leiks. Menn hafa greinilega eytt góðum tíma í þau í pásunni og Haukar völtuðu yfir KA-menn í byrjun þegar þeir unnu boltann,“ sagði Einar Andri í Seinni bylgjunni þar sem hann sýndi hvernig Haukar rúlluðu yfir KA í byrjun. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri skoðar Hauka og KA Þegar Haukar unnu boltann komu þeir ávallt fram völlinn með sams konar hætti. KA fékk tíma til að stilla upp í vörn en það dugði engan veginn. Adam Haukur Baumruk sótti með boltann frá vinstri að miðri vörninni, og fékk í sig Ólaf Gústafsson aðalvarnarmann KA. Út frá því höfðu Haukar svo ýmsar útgáfur til að búa til mörk. „KA-mennirnir bregðast ekkert við. Þeir hefðu hugsanlega getað hlaupið til baka í 3-2-1 vörn til þess að mæta þessu en gera það ekki. Þá segja Haukarnir bara: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“,“ sagði Einar Andri. „Þetta var allt á fyrstu fimm mínútum leiksins, allar útgáfur og KA-menn áttu engin svör. Þetta lagði grunninn að sigrinum. Haukar fengu fjögur einföld mörk, þurftu ekki að stilla upp í sókn, og þetta gefur mönnum fullt sjálfstraust til að klára leikinn á meðan að KA-menn eru bara slegnir,“ sagði Einar Andri. Haukar eru með fjögurra stiga forskot á FH á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Hafnarfjarðarliðin eiga eftir að mætast, 17. maí, í þriðju síðustu umferðinni. KA er í 8. sæti og myndi eins og staðan er núna mæta Haukum í úrslitakeppninni í sumar. KA er hins vegar aðeins stigi fyrir ofan Fram og tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í 3. sæti.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Haukar KA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira