Mæta með óbragð í munni í Garðabæinn í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:13 KA/Þór er í harðri baráttu við Fram um deildarmeistaratitilinn en liðin eiga eftir að mætast í Safamýri í lokaumferðinni. vísir/hulda Stjarnan og KA/Þór mætast í Garðabæ í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, í leik sem þegar er hægt að kalla umtalaðasta handboltaleik keppnistímabilsins. KA/Þór var á toppi Olís-deildar kvenna þar til að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu í þarsíðustu viku að leikur liðsins við Stjörnuna skyldi leikinn upp á nýtt. Akureyringar töldu sig hafa unnið leikinn, 27-26, rétt eins og dómarar leiksins og allir aðrir þátttakendur hans. Hins vegar reyndust mistök hafa verið gerð á ritaraborði, hjá sjálfboðaliðum Stjörnunnar, og eitt marka KA/Þórs oftalið í fyrri hálfleik. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi eftir að niðurstaða dómstólsins lá fyrir að Akureyringar íhuguðu að fara með málið lengra, jafnvel fyrir almenna dómstóla. Með því hefði KA/Þór hins vegar sett keppni í Olís-deildinni í „gíslingu“ en þar á að spila næstsíðustu umferð á laugardag, og lokaumferðina 8. maí. KA/Þór getur með sigri í kvöld komist einu stigi upp fyrir Fram á toppnum og berst fyrir sínum fyrsta deildarmeistaratitli í sögunni. Töldu ótækt að tefja mótið „Eftir að hafa ráðfært okkur við HSÍ þá varð niðurstaða okkar sú að hætta þessu máli og taka þessari niðurstöðu, þó að við séum ekki sammála henni, og reyna að klára þetta mót svo að hægt sé að fara í úrslitakeppni,“ sagði Sævar við Vísi í dag. „Þetta mál er búið að fara fram og til baka í okkar huga. Við veltum því mikið fyrir okkur að fara með málið til ÍSÍ og jafnvel lengra. En ef við hefðum farið með málið til ÍSÍ voru meiri líkur en minni á að það myndi tefjast eitthvað áfram og að þar með yrði erfitt að ná að spila þessar tvær umferðir sem eftir eru fram að úrslitakeppni. Okkur fannst það ekki hægt, miðað við hvað það hefur verið mikið um stopp og vesen í vetur. Því var ekki annað í stöðunni en að játa okkur sigruð þó að því fylgi óbragð,“ sagði Sævar. Vongóður um að HSÍ greiði ferðakostnað Kostnaður KA/Þórs vegna málsins nemur hundruðum þúsunda, bæði vegna lögfræðikostnaðar og ferðakostnaðar, að ótöldu vinnutapi leikmanna sem þurfa að gera sér aðra ferð suður yfir heiðar. Sævar kveðst gera sér vonir um að HSÍ komi til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn en félagið hafi gert sér grein fyrir því að lögfræðikostnaðinn þyrfti það sjálft að borga. Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum og þjálfara, eftir allt sem á undan er gengið, svaraði Sævar: „Auðvitað voru menn sárir og svekktir að þurfa að fara aftur af stað í dag til að spila leikinn. En svona er niðurstaða dómstóls HSÍ, þó að við séum ekki sammála henni. Ég vona bara að menn mæti til leiks til þess að vinna leikinn aftur.“ Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs hefst kl. 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. 19. apríl 2021 12:01 „Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46 Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
KA/Þór var á toppi Olís-deildar kvenna þar til að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu í þarsíðustu viku að leikur liðsins við Stjörnuna skyldi leikinn upp á nýtt. Akureyringar töldu sig hafa unnið leikinn, 27-26, rétt eins og dómarar leiksins og allir aðrir þátttakendur hans. Hins vegar reyndust mistök hafa verið gerð á ritaraborði, hjá sjálfboðaliðum Stjörnunnar, og eitt marka KA/Þórs oftalið í fyrri hálfleik. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi eftir að niðurstaða dómstólsins lá fyrir að Akureyringar íhuguðu að fara með málið lengra, jafnvel fyrir almenna dómstóla. Með því hefði KA/Þór hins vegar sett keppni í Olís-deildinni í „gíslingu“ en þar á að spila næstsíðustu umferð á laugardag, og lokaumferðina 8. maí. KA/Þór getur með sigri í kvöld komist einu stigi upp fyrir Fram á toppnum og berst fyrir sínum fyrsta deildarmeistaratitli í sögunni. Töldu ótækt að tefja mótið „Eftir að hafa ráðfært okkur við HSÍ þá varð niðurstaða okkar sú að hætta þessu máli og taka þessari niðurstöðu, þó að við séum ekki sammála henni, og reyna að klára þetta mót svo að hægt sé að fara í úrslitakeppni,“ sagði Sævar við Vísi í dag. „Þetta mál er búið að fara fram og til baka í okkar huga. Við veltum því mikið fyrir okkur að fara með málið til ÍSÍ og jafnvel lengra. En ef við hefðum farið með málið til ÍSÍ voru meiri líkur en minni á að það myndi tefjast eitthvað áfram og að þar með yrði erfitt að ná að spila þessar tvær umferðir sem eftir eru fram að úrslitakeppni. Okkur fannst það ekki hægt, miðað við hvað það hefur verið mikið um stopp og vesen í vetur. Því var ekki annað í stöðunni en að játa okkur sigruð þó að því fylgi óbragð,“ sagði Sævar. Vongóður um að HSÍ greiði ferðakostnað Kostnaður KA/Þórs vegna málsins nemur hundruðum þúsunda, bæði vegna lögfræðikostnaðar og ferðakostnaðar, að ótöldu vinnutapi leikmanna sem þurfa að gera sér aðra ferð suður yfir heiðar. Sævar kveðst gera sér vonir um að HSÍ komi til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn en félagið hafi gert sér grein fyrir því að lögfræðikostnaðinn þyrfti það sjálft að borga. Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum og þjálfara, eftir allt sem á undan er gengið, svaraði Sævar: „Auðvitað voru menn sárir og svekktir að þurfa að fara aftur af stað í dag til að spila leikinn. En svona er niðurstaða dómstóls HSÍ, þó að við séum ekki sammála henni. Ég vona bara að menn mæti til leiks til þess að vinna leikinn aftur.“ Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs hefst kl. 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. 19. apríl 2021 12:01 „Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46 Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. 19. apríl 2021 12:01
„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti