Manchester City er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en ensku meistararnir unnu 2-1 sigur á PSG í París í kvöld.
Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og þeir komust yfir á fimmtándu mínútu er Marquinhos skallaði hornspyrnu Angel Di Maria í netið.
🩸First blood @PSG_Inside!
— SPORF (@Sporf) April 28, 2021
💪Captain's goal for Marquinhos! pic.twitter.com/dBJ7aIRNtJ
Þeir voru svo nálægt því að bæta við öðru marki, aftur eftir hornspyrnu, er Leandro Paredes skallaði boltann í átt að marki City en nú fór boltinn framhjá.
PSG hafði öll tök á leiknum í fyrri hálfleik og hreyfði boltann vel. Þeir héldu boltanum vel innan liðsins án þess að skapa sér mörg opin marktækifæri.
Phil Foden fékk besta færi City í fyrri hálfleik en skot hans skömmu fyrir hálfleik fór beint á Keylor Navos í marki PSG og heimamenn því 1-0 yfir í hálfleik.
Það var allt annað að sjá City í síðari hálfleik og þeir voru byrjaðir að taka yfir leikinn er þeir jöfnuðu. Fyrirgjöf Kevin De Bruyne á 64. mínútu rataði framhjá varnarmönnum og markverði PSG og í netið.
Man City have scored five direct free-kick goals in the Champions League under Pep Guardiola:
— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2021
◎ De Bruyne vs Barcelona (2016)
◎ Sané vs Hoffenheim (2018)
◎ Sané vs Schalke (2019)
◎ Gündoğan vs Porto (2020)
◉ Mahrez vs PSG (2021)
One a year. #UCL pic.twitter.com/QUkRLuZQbH
Sjö mínútum síðar voru City komnir yfir. Eftir brot á Phil Foden rétt fyrir utan vítateig, skaut Riyad Mahrez boltanum í gegnum ömurlegan varnarvegg PSG og í netið.
Ekki skánaði ástandið fyrir PSG á 77. mínútu er Idissa Gana Gueye fékk beint rautt spjald eftir glórulausa tæklingu á Ilkay Gundogan.
Hvorugt liðið fékk góð færi eftir það en ljóst er að City er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn, þó að aldrei megi vanmeta ógnarsterkt lið PSG.
Síðari leikurinn fer fram í Englandi á þriðjudag.
Man City are the first Premier League side to win 10+ games in a single Champions League campaign since the current format was introduced in 2003/04. #UCL
— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2021
If they get to 12, they win the trophy. 🏆 pic.twitter.com/JDh10mBPe2