„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 21:45 Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, horfði upp á lið sitt molna niður gegn Breiðabliki í kvöld. vísir/bára „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik komst í 3-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við sex mörkum í seinni hálfleiknum án þess að Fylkir skapaði sér almennilegt færi. „Fyrsta markinu var ég svekktur yfir, sem kom eftir hratt innkast þar sem við vorum ekki einbeitt. Heppnismark númer tvö hjá þeim, og mark þrjú hefðum við alveg getað komið í veg fyrir. Við ætluðum að girða okkur í brók í hálfleik og gera betur en misstum allan takt,“ sagði Kjartan, bersýnilega svekktur yfir frammistöðu sinna kvenna: „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum hér á hliðarlínunni og við lærum af þessu – ég ætla að vona það,“ sagði Kjartan. Fylkisliðið reyndi að spila boltanum út úr öftustu línu og virtist ætla að fella hið vel spilandi lið Íslandsmeistaranna á eigin bragði, með geigvænlegum afleiðingum. „Ef að þú ætlar að fara í Blika til að vinna þá þá getur þú gert það á tvennan hátt. Annað hvort með því að pakka í vörn og gefa langar sendingar fram, eða reyna að gera það með þeirra tegund af fótbolta. Okkur langaði að gera það hér á þessum velli. Það fór illa, en þetta eru flottar stelpur og gott lið, og ég hef trú á að við stöndum sterkar í næsta leik,“ sagði Kjartan. „Þetta er ungt lið sem gerði svolítið af mistökum í dag. Mistök eru til að læra af. Við gerðum allar mistök í leiknum. Þær eru allar í þessu til að verða betri. Við vorum vissulega að spila við Íslandsmeistarana og þær voru góðar í dag og skoruðu glæsileg mörk. Þær sýndu akkúrat hvað þær eru góðar og við þurfum bara að læra af þessu,“ sagði Kjartan. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Breiðablik komst í 3-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við sex mörkum í seinni hálfleiknum án þess að Fylkir skapaði sér almennilegt færi. „Fyrsta markinu var ég svekktur yfir, sem kom eftir hratt innkast þar sem við vorum ekki einbeitt. Heppnismark númer tvö hjá þeim, og mark þrjú hefðum við alveg getað komið í veg fyrir. Við ætluðum að girða okkur í brók í hálfleik og gera betur en misstum allan takt,“ sagði Kjartan, bersýnilega svekktur yfir frammistöðu sinna kvenna: „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum hér á hliðarlínunni og við lærum af þessu – ég ætla að vona það,“ sagði Kjartan. Fylkisliðið reyndi að spila boltanum út úr öftustu línu og virtist ætla að fella hið vel spilandi lið Íslandsmeistaranna á eigin bragði, með geigvænlegum afleiðingum. „Ef að þú ætlar að fara í Blika til að vinna þá þá getur þú gert það á tvennan hátt. Annað hvort með því að pakka í vörn og gefa langar sendingar fram, eða reyna að gera það með þeirra tegund af fótbolta. Okkur langaði að gera það hér á þessum velli. Það fór illa, en þetta eru flottar stelpur og gott lið, og ég hef trú á að við stöndum sterkar í næsta leik,“ sagði Kjartan. „Þetta er ungt lið sem gerði svolítið af mistökum í dag. Mistök eru til að læra af. Við gerðum allar mistök í leiknum. Þær eru allar í þessu til að verða betri. Við vorum vissulega að spila við Íslandsmeistarana og þær voru góðar í dag og skoruðu glæsileg mörk. Þær sýndu akkúrat hvað þær eru góðar og við þurfum bara að læra af þessu,“ sagði Kjartan.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn