Seinni bylgjan: Sérstakt að hann hafi verið settur á bekkinn eftir síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 11:31 Martin Nagy hefur verið flottur í marki Vals í síðustu leikjum. Vísir/Vilhelm Af hverju byrjaði Martin Nagy á bekknum eftir hafa verið stórkostlegur á móti Fram? Seinni bylgjan velti fyrir sér markmannstöðunni hjá Val í Olís deild karla í handbolta. Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira