Rúnar Páll: Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld en hún er mín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 16:42 Rúnar Páll Sigmundsson hafði verið lengst allra þjálfara í Pepsi Max-deildinni með sitt lið. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar, tjáði sig um brotthvarf sitt frá félaginu á Facebook í dag. Fyrr í dag bárust þær fréttir úr Garðabænum að Rúnar Páll væri hættur sem þjálfari Stjörnunnar eftir átta ára farsælt starf. Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014 og bikarmeisturum 2018. Í færslu sinni segir Rúnar Páll að ákvörðunin að hætta hjá Stjörnunni hafi ekki verið auðveld en hann hafi átt frumkvæðið að henni. Hann hafi notið skilnings hjá félaginu sem hann kveðji sáttur. Rúnar Páll kveðst stoltur að hafa skrifað nýjan kafla í sögu Stjörnunnar með titlunum tveimur og góðu gengi liðsins í Evrópukeppnum. Þá segist hann ekki í nokkrum vafa um að framtíð Stjörnunnar sé björt. Færsla Rúnars Páls Allt hefur sinn tíma. Eftir níu frábær ár hjá Stjörnunni hef ég ákveðið að láta gott heita í bili. Árin mín hjá Stjörnunni hafa verið lærdómsrík og þroskandi – bæði fyrir mig og félagið. Ég er stoltur af því að hafa skrifað nýja kafla í sögu félagsins með því að stýra því til fyrsta meistaratitla í karlafótboltanum og evrópuævintýrunum okkar eftirminnilegu. Það er von mín og vissa að framtíð Stjörnunnar sé björt. Mér er efst í huga þakklæti til núverandi og fyrrverandi leikmanna sem og stuðningsmanna Stjörnunnar. Ég vil þakka Stjörnumönnum fyrir tímann og traustið sem mér hefur verið sýnt. Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld, en hún er mín og naut ég fulls skilnings á henni hjá félaginu. Ég kveð sáttur og bíð spenntur þeirra verkefna sem síðar kunna að bíða mín. Skíni Stjarnan! Ekki hefur náðst í Rúnar Pál í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Fyrr í dag bárust þær fréttir úr Garðabænum að Rúnar Páll væri hættur sem þjálfari Stjörnunnar eftir átta ára farsælt starf. Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014 og bikarmeisturum 2018. Í færslu sinni segir Rúnar Páll að ákvörðunin að hætta hjá Stjörnunni hafi ekki verið auðveld en hann hafi átt frumkvæðið að henni. Hann hafi notið skilnings hjá félaginu sem hann kveðji sáttur. Rúnar Páll kveðst stoltur að hafa skrifað nýjan kafla í sögu Stjörnunnar með titlunum tveimur og góðu gengi liðsins í Evrópukeppnum. Þá segist hann ekki í nokkrum vafa um að framtíð Stjörnunnar sé björt. Færsla Rúnars Páls Allt hefur sinn tíma. Eftir níu frábær ár hjá Stjörnunni hef ég ákveðið að láta gott heita í bili. Árin mín hjá Stjörnunni hafa verið lærdómsrík og þroskandi – bæði fyrir mig og félagið. Ég er stoltur af því að hafa skrifað nýja kafla í sögu félagsins með því að stýra því til fyrsta meistaratitla í karlafótboltanum og evrópuævintýrunum okkar eftirminnilegu. Það er von mín og vissa að framtíð Stjörnunnar sé björt. Mér er efst í huga þakklæti til núverandi og fyrrverandi leikmanna sem og stuðningsmanna Stjörnunnar. Ég vil þakka Stjörnumönnum fyrir tímann og traustið sem mér hefur verið sýnt. Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld, en hún er mín og naut ég fulls skilnings á henni hjá félaginu. Ég kveð sáttur og bíð spenntur þeirra verkefna sem síðar kunna að bíða mín. Skíni Stjarnan! Ekki hefur náðst í Rúnar Pál í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Allt hefur sinn tíma. Eftir níu frábær ár hjá Stjörnunni hef ég ákveðið að láta gott heita í bili. Árin mín hjá Stjörnunni hafa verið lærdómsrík og þroskandi – bæði fyrir mig og félagið. Ég er stoltur af því að hafa skrifað nýja kafla í sögu félagsins með því að stýra því til fyrsta meistaratitla í karlafótboltanum og evrópuævintýrunum okkar eftirminnilegu. Það er von mín og vissa að framtíð Stjörnunnar sé björt. Mér er efst í huga þakklæti til núverandi og fyrrverandi leikmanna sem og stuðningsmanna Stjörnunnar. Ég vil þakka Stjörnumönnum fyrir tímann og traustið sem mér hefur verið sýnt. Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld, en hún er mín og naut ég fulls skilnings á henni hjá félaginu. Ég kveð sáttur og bíð spenntur þeirra verkefna sem síðar kunna að bíða mín. Skíni Stjarnan!
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki