Markalaust í toppslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar svekktir en Atletico menn virtust sætta sig við stigið.
Börsungar svekktir en Atletico menn virtust sætta sig við stigið. David Ramos/Getty Images)

Barcelona og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli í toppslagnum í spænska boltanum er liðin mættust í Katalóníu.

Það voru heimamenn sem stýrðu ferðinni og áttu fleiri hættulegri færi en Atletico menn vörðust fimlega.

Börsungar komu boltanum í markið í síðari hálfleik en mark Ronald Araujo var dæmt af vegna rangstöðu.

Lionel Messi var nálægt því að tryggja Börsungum sigurinn úr lokinn undir aukaspyrnu en hún flaug rétt framhjá.

Atletico er því áfram á toppnum með 77 stig, Barcelona er í öðru sætinu með 75 og Real er í þriðja sætinu með 74 stig.

Real spilar við Sevilla á morgun en Sevilla er í fjórða sætinu með 70 stig.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira