Geta tekið annan titil í Safamýri: „Þurfum allar að eiga toppleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2021 10:30 Hulda Bryndís Tryggvadóttir og samherjar hennar fagna góðri vörn. vísir/hulda margrét KA/Þór sækir Fram heim í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í dag. Norðankonur nálgast leikinn eins og hvern annan þótt mikið sé undir. Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða