Risar mætast í Krikanum þar sem titilbaráttan réðst síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2021 11:00 Birkir Már Sævarsson skoraði tvö marka Vals í Kaplakrika í fyrra. vísir/vilhelm Þegar líður að lokum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í haust eru ágætis líkur á því að úrslitin í stórleik FH og Vals, í Kaplakrika í kvöld, hafi áhrif á það hvaða lið landar Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum. Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum.
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn