Boltastrákur Keflvíkinga með Liverpool-frammistöðu í fyrra markinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 09:31 Boltastrákurinn Tristan Vilmar Guðlaugsson beið með boltann og Keflvíkingar gátu tekið innkastið strax. Anton Freyr Haukssson sagði frá litla bróður sínum á Twitter eftir leikinn. Samsett/Twitter og S2 Sport Guðmundur Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Reynir Leósson gagnrýndu allir vítaspyrnudóm Vilhjálms Alvars Þórarinssonar í Pepsi Max stúkunni í gær. Boltastrákur Keflvíkinga á aftur á móti mikið hrós skilið og fékk það líka. Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira