Dalvíkingar stoltir af því að geta boðið upp á leik í efstu deild á „besta velli landsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 10:01 Úr leik á Dalvíkurvelli í blíðskaparveðri. mynd/jóhann már kristinsson Í fyrsta sinn í 24 ár fer fram leikur í efstu deild karla á Dalvík þegar KA tekur á móti nýliðum Leiknis R. í dag. „Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
„Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn