Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 0-2 | Selfyssingar tróna á toppnum eftir sigur á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 11. maí 2021 21:20 Selfoss er búið að vinna báða leikina til þessa í Pepsi Max deildinni. Vísir/Bára Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Selfyssingar eru eina lið deildarinnar sem hefur unnið báða sína leiki til þessa í deildinni. Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA og Selfoss áttust við í annarri umferð Pepsí Max deildarinnar í Boganum á Akureyri í dag. Bæði lið unnu í fyrstu umferð deildarinnar og eftir úrslit gærdagsins var ljóst að það lið sem ynni í dag færi á topp deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið gáfu sér góðan tíma á boltann og lítið um ógnanir. Þór/KA byrjaði þó eilítið betur og átti fyrsta skot leiksins sem kom á sjöundu mínútu þegar Colleen Kennedy átti skot fyrir utan teig. Leikurinn einkenndist þó af litlum opnunum og mikilli baráttu. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Brenna Lovera vann baráttu gegn Huldu Björg á miðjum vallarhelming Þór/KA um boltann og keyrði að marki Þór/KA þar sem hún lék á Hörpu í markinu og kom boltanum í netið. Frábært einstaklingsframtak og þriðja mark Brennu í tveimur leikjum. Arna Kristinsdóttir fékk tækifæri til að jafna fyrir Þór/KA á þrítugustu mínútu en brást bogalistinn úr dauðafæri. Staðan því 0-1 fyrir Selfoss í hálfleik. Lítið markvert gerðist í upphafi seinni hálfleiksins en Selfoss stelpur voru líklegar til að skora sitt annað mark þegar Caity Heap skallaði boltann af stuttu færi á 60. mínútu en skallinn framhjá. Caity átti eftir að koma aftur við sögu stuttu síðar þegar hún átti þrumuskot af miðju vallar Þór/KA sem söng í netinu. Óverjandi fyrir Hörpu í marki Þór/KA og staðan orðinn 0-2. Hvorugt liðið náði að skora það sem eftir lifði leiks og því stigin þrjú á leiðinni á Selfoss. Selfoss er því eina liðið í deildinni með fullt hús stiga og tyllir sér á topp deildarinnar með sex stig. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var betra liðið á vellinum lengst af. Leikurinn einkenndist af baráttu sem þær unni í flestum tilfellum. Liðið var skipulagt, vel spilandi og þolinmóðar. Skora tvö frábær mörk sem koma frá leikmönnum sem komu fyrir mótið og virka báðar í flottu standi. Hverjar stóðu upp úr? Selfoss liðið lítur vel út fyrir sumarið. Brenna og Caity koma sterkar inn í liðið. Brenna frábær í framlínunni og Caity hreyfanleg inn á miðjunni. Emma Kay stjórnaði svo vörninni þar sem lítið fór í gegn. Hólmfríður var sömuleiðis frábær og mikill fengur að hafa þann reynslubolta í liðinu. Snædís var öflug í liði Þór/KA og sömuleiðis átti Karen María nokkrar góðar rispur. Hólmfríður Magnúsdóttir átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur var bitlaus hjá heimastúlkum og lítið fyrir Guðný að gera í marki Selfoss. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks í næstu umferð sem töpuðu fyrir ÍBV í síðustu umferð. Selfoss spilar sinn fyrsta heimaleik og fær Stjörnuna í heimsókn. Andri Hjörvar: Svíður alltaf meira að tapa á heimavelli Andri Hjörvar, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Þetta var svekkjandi og leiðinlegt að tapa 2-0. Það svíður alltaf meira að tapa á heimavelli. Í dag lögðum við mikið púður í leikinn, við hlupum mikið og börðumst mjög mikið. Við spiluðum oft á köflum mjög vel og að fá ekkert út úr því er svekkjandi,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir leik. „Það vantar kannski úthald og fókus, ég veit ekki alveg hvernig ég á að meta það en við spilum vel á köflum og komumst í ákjósanlegar stöður. Það er kannski aðallega hvernig við endum þær sóknir sem eru svona góðar. Við þurfum bara að vinna í því og lengja svo þessa góðu spilkafla.“ Í fyrsta marki Selfoss vinnur Brenna boltann af Huldu Björg. „Ef þú ert að tala um hvort þetta var brot eða ekki þá þarf ég bara að sjá það aftur. Ég á það til að gleyma mómentum í leikjum og er ekki alveg viss hvað gerðist, hvort hún togar í hana, hindrar hana eða að þetta var löglegt. Það sem Brenna gerir svo í framhaldinu, hvernig hún klárar færið það er mjög vel gert en ég treysti mér ekki í það að segja um hvort brot var að ræða.“ Eins og flest lið í deildinni styrkti Þór/KA sig fyrir mótið. „Þær eru að koma vel inn í þetta en þær komu svolítið seint. Við hefðum viljað fá þær fyrr inn í hópinn. Nú erum við bara að koma okkar hugmyndarfræði á framfæri við þær og þær að koma sér fyrir í hópnum. Það er eitthvað sem er að smella saman.“ Þór/KA á Breiðablik á útivelli í næsta leik. Þær áttu í miklum vandræðum með Breiðablik á síðasta ári þar sem báðir leikirnir enduðu með stóru tapi. „Við leggjumst ekki í gröf þó maður tapi, alveg sama hvað það er stórt. Við viljum sýna Breiðablik að við séum ekki sama lið og við vorum í fyrra. Við viljum gefa þeim hörkuleik.“ Bæði Valur og Breiðablik töpuðu óvænt stigum í gær. „Ég held að þessi tvö lið muni verma efstu sætin nokkuð þægilega en allt annað gæti farið hvernig sem er. Ég las það einhver staðar í viðtali að liðin væri skipulögð og væru að leggja púður í að leggja leikinn vel upp og drilla liðið sitt. Þannig mögulega eiga þessi stóru lið ekki eins auðvelt með að brjóta minni liðin niður.“ Alfreð Elías: Fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Alfreð Elías var sáttur með sigurinn í kvöld.vísir/vilhelm „Við áttum svolítið brösulegan fyrri hálfleik. Mér fannst við vera svolítið undir í spilinu, þótt að Þór/KA hafi ekki fengið mörg færi í fyrri hálfleik að þá áttum við í svolitlum erfiðleikum með þær. Þær eru ferskar og vita hvað þær vilja gera en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. Nýju leikmennirnir hafa komið vel inn í lið Selfoss en Brenna og Caity skoruðu báðar í dag. „Ég er mjög ánægður með að fá Brennu í liðið. Hún er frábær á vellinum en svo er hún líka bara góð stelpa og kemur vel inn í hópinn. Caity sömuleiðis, hún gerði vel í dag. Emma var líka frábær og Guðný í markinu. Þetta eru stelpur sem styrkja okkur mikið í bland við mjög góðar heimastelpur.“ „Það eru erfiðar vikur framundan. Það verður spilað mjög þétt. Við eigum leik á laugardaginn við Stjörnuna og svo strax á miðvikudaginn á móti Þrótti. Þannig við þurfum að vera skynsamar og hlaða batteríin vel. Ég leyfði til dæmis ungu stelpunum að koma inn á í dag sem tóku nokkrar mínútur fyrir gömlu jálkana.“ Framundan er leikur á móti Stjörnunni. „Ég fer bara í að skoða það á morgun og hinn. Ég ætla bara að njóta þess að fara með stelpunum í rútu og hafa gaman. Fagna því að við séum með sex stig eftir tvo leiki.“ Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA og Selfoss áttust við í annarri umferð Pepsí Max deildarinnar í Boganum á Akureyri í dag. Bæði lið unnu í fyrstu umferð deildarinnar og eftir úrslit gærdagsins var ljóst að það lið sem ynni í dag færi á topp deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið gáfu sér góðan tíma á boltann og lítið um ógnanir. Þór/KA byrjaði þó eilítið betur og átti fyrsta skot leiksins sem kom á sjöundu mínútu þegar Colleen Kennedy átti skot fyrir utan teig. Leikurinn einkenndist þó af litlum opnunum og mikilli baráttu. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Brenna Lovera vann baráttu gegn Huldu Björg á miðjum vallarhelming Þór/KA um boltann og keyrði að marki Þór/KA þar sem hún lék á Hörpu í markinu og kom boltanum í netið. Frábært einstaklingsframtak og þriðja mark Brennu í tveimur leikjum. Arna Kristinsdóttir fékk tækifæri til að jafna fyrir Þór/KA á þrítugustu mínútu en brást bogalistinn úr dauðafæri. Staðan því 0-1 fyrir Selfoss í hálfleik. Lítið markvert gerðist í upphafi seinni hálfleiksins en Selfoss stelpur voru líklegar til að skora sitt annað mark þegar Caity Heap skallaði boltann af stuttu færi á 60. mínútu en skallinn framhjá. Caity átti eftir að koma aftur við sögu stuttu síðar þegar hún átti þrumuskot af miðju vallar Þór/KA sem söng í netinu. Óverjandi fyrir Hörpu í marki Þór/KA og staðan orðinn 0-2. Hvorugt liðið náði að skora það sem eftir lifði leiks og því stigin þrjú á leiðinni á Selfoss. Selfoss er því eina liðið í deildinni með fullt hús stiga og tyllir sér á topp deildarinnar með sex stig. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var betra liðið á vellinum lengst af. Leikurinn einkenndist af baráttu sem þær unni í flestum tilfellum. Liðið var skipulagt, vel spilandi og þolinmóðar. Skora tvö frábær mörk sem koma frá leikmönnum sem komu fyrir mótið og virka báðar í flottu standi. Hverjar stóðu upp úr? Selfoss liðið lítur vel út fyrir sumarið. Brenna og Caity koma sterkar inn í liðið. Brenna frábær í framlínunni og Caity hreyfanleg inn á miðjunni. Emma Kay stjórnaði svo vörninni þar sem lítið fór í gegn. Hólmfríður var sömuleiðis frábær og mikill fengur að hafa þann reynslubolta í liðinu. Snædís var öflug í liði Þór/KA og sömuleiðis átti Karen María nokkrar góðar rispur. Hólmfríður Magnúsdóttir átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur var bitlaus hjá heimastúlkum og lítið fyrir Guðný að gera í marki Selfoss. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks í næstu umferð sem töpuðu fyrir ÍBV í síðustu umferð. Selfoss spilar sinn fyrsta heimaleik og fær Stjörnuna í heimsókn. Andri Hjörvar: Svíður alltaf meira að tapa á heimavelli Andri Hjörvar, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Þetta var svekkjandi og leiðinlegt að tapa 2-0. Það svíður alltaf meira að tapa á heimavelli. Í dag lögðum við mikið púður í leikinn, við hlupum mikið og börðumst mjög mikið. Við spiluðum oft á köflum mjög vel og að fá ekkert út úr því er svekkjandi,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir leik. „Það vantar kannski úthald og fókus, ég veit ekki alveg hvernig ég á að meta það en við spilum vel á köflum og komumst í ákjósanlegar stöður. Það er kannski aðallega hvernig við endum þær sóknir sem eru svona góðar. Við þurfum bara að vinna í því og lengja svo þessa góðu spilkafla.“ Í fyrsta marki Selfoss vinnur Brenna boltann af Huldu Björg. „Ef þú ert að tala um hvort þetta var brot eða ekki þá þarf ég bara að sjá það aftur. Ég á það til að gleyma mómentum í leikjum og er ekki alveg viss hvað gerðist, hvort hún togar í hana, hindrar hana eða að þetta var löglegt. Það sem Brenna gerir svo í framhaldinu, hvernig hún klárar færið það er mjög vel gert en ég treysti mér ekki í það að segja um hvort brot var að ræða.“ Eins og flest lið í deildinni styrkti Þór/KA sig fyrir mótið. „Þær eru að koma vel inn í þetta en þær komu svolítið seint. Við hefðum viljað fá þær fyrr inn í hópinn. Nú erum við bara að koma okkar hugmyndarfræði á framfæri við þær og þær að koma sér fyrir í hópnum. Það er eitthvað sem er að smella saman.“ Þór/KA á Breiðablik á útivelli í næsta leik. Þær áttu í miklum vandræðum með Breiðablik á síðasta ári þar sem báðir leikirnir enduðu með stóru tapi. „Við leggjumst ekki í gröf þó maður tapi, alveg sama hvað það er stórt. Við viljum sýna Breiðablik að við séum ekki sama lið og við vorum í fyrra. Við viljum gefa þeim hörkuleik.“ Bæði Valur og Breiðablik töpuðu óvænt stigum í gær. „Ég held að þessi tvö lið muni verma efstu sætin nokkuð þægilega en allt annað gæti farið hvernig sem er. Ég las það einhver staðar í viðtali að liðin væri skipulögð og væru að leggja púður í að leggja leikinn vel upp og drilla liðið sitt. Þannig mögulega eiga þessi stóru lið ekki eins auðvelt með að brjóta minni liðin niður.“ Alfreð Elías: Fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Alfreð Elías var sáttur með sigurinn í kvöld.vísir/vilhelm „Við áttum svolítið brösulegan fyrri hálfleik. Mér fannst við vera svolítið undir í spilinu, þótt að Þór/KA hafi ekki fengið mörg færi í fyrri hálfleik að þá áttum við í svolitlum erfiðleikum með þær. Þær eru ferskar og vita hvað þær vilja gera en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. Nýju leikmennirnir hafa komið vel inn í lið Selfoss en Brenna og Caity skoruðu báðar í dag. „Ég er mjög ánægður með að fá Brennu í liðið. Hún er frábær á vellinum en svo er hún líka bara góð stelpa og kemur vel inn í hópinn. Caity sömuleiðis, hún gerði vel í dag. Emma var líka frábær og Guðný í markinu. Þetta eru stelpur sem styrkja okkur mikið í bland við mjög góðar heimastelpur.“ „Það eru erfiðar vikur framundan. Það verður spilað mjög þétt. Við eigum leik á laugardaginn við Stjörnuna og svo strax á miðvikudaginn á móti Þrótti. Þannig við þurfum að vera skynsamar og hlaða batteríin vel. Ég leyfði til dæmis ungu stelpunum að koma inn á í dag sem tóku nokkrar mínútur fyrir gömlu jálkana.“ Framundan er leikur á móti Stjörnunni. „Ég fer bara í að skoða það á morgun og hinn. Ég ætla bara að njóta þess að fara með stelpunum í rútu og hafa gaman. Fagna því að við séum með sex stig eftir tvo leiki.“
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira