Rafbíllinn Subaru Solterra væntanlegur 2022 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. maí 2021 07:01 Subaru Solterra. Fyrsti 100% rafbíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár samkvæmt tilkynningu frá Subaru sem gefin var út í gær, 11. maí. Solterra, sem er jepplingur í stærðarflokki C, bætist þar með í flóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forester og XV. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Solterra verður þróaður í samstarfi við Toyota til að nýta sérfræðiþekkingu beggja aðila á sínum sérsviðum. Þar er á meðal er yfirburðaþekking Subaru á hönnun bíla með framúrskarandi aksturseiginleika sem Boxervélar Subaru framkalla meðal annars. Subaru mun svo nýta sér langa reynslu og tækniþekkingu Toyota af þróun nýorkubíla og eru sameiginlegt markmið beggja að hanna nýjan 100% rafknúinn jeppling með eiginleika sem aðeins rafbíll getur boðið. Solterra verður byggður á nýjum undirvagni, svokölluðum e-Subaru Global Platform, sem Subaru ætlar einnig undir fleiri gerðir rafbíla á næstu árum. Undirvagninn var þróaður í samstarfi við Toyota og verða jafnframt samnýttir ýmsir íhlutir frá báðum aðilum við framleiðslu rafbílsins sem lækkað geti þróunar- og framleiðslukostnað og flýtt fyrir markaðssetningu bílsins. Solterra er væntanlegur á markað um mitt ár 2022 í Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Kína. Vistvænir bílar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Solterra verður þróaður í samstarfi við Toyota til að nýta sérfræðiþekkingu beggja aðila á sínum sérsviðum. Þar er á meðal er yfirburðaþekking Subaru á hönnun bíla með framúrskarandi aksturseiginleika sem Boxervélar Subaru framkalla meðal annars. Subaru mun svo nýta sér langa reynslu og tækniþekkingu Toyota af þróun nýorkubíla og eru sameiginlegt markmið beggja að hanna nýjan 100% rafknúinn jeppling með eiginleika sem aðeins rafbíll getur boðið. Solterra verður byggður á nýjum undirvagni, svokölluðum e-Subaru Global Platform, sem Subaru ætlar einnig undir fleiri gerðir rafbíla á næstu árum. Undirvagninn var þróaður í samstarfi við Toyota og verða jafnframt samnýttir ýmsir íhlutir frá báðum aðilum við framleiðslu rafbílsins sem lækkað geti þróunar- og framleiðslukostnað og flýtt fyrir markaðssetningu bílsins. Solterra er væntanlegur á markað um mitt ár 2022 í Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Kína.
Vistvænir bílar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent