Kostulegt rifrildi Óla Jóh og Atla Viðars: „Týpískur senter, það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 14:30 Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru í miklum ham í Pepsi Max Stúkunni í gær. stöð 2 sport Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru ekki sammála hvort HK hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Val. HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31
„Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05