Það kemur því í hlut Króatans Dino Hodzic að verja mark ÍA í næstu leikjum. Hodzic flutti til Íslands árið 2019 og varði mark Kára, sem einnig er frá Akranesi, í 2. deild í fyrra.
Árni Snær segist í samtali við Fótbolta.net nú bíða þess að komast í aðgerð vegna slitnu hásinarinnar en hann meiddist þegar komið var fram í uppbótartíma. Fyrstu viðbrögð hans voru svipuð þeim sem margir hafa lýst eftir að hafa slitið hásin:
„Já, ég hélt að einhver hefði stigið á hælinn á mér,“ sagði Árni Snær við Fótbolta.net.
ÍA missti einnig Sindra Snæ Magnússon meiddan af velli í gær en hann braut tvö rifbein rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks.
FH vann leikinn, 5-1, eftir að hafa skorað tvö síðustu mörk sín framhjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni útileikmanni, því ÍA var búið með skiptingar sínar þegar Árni meiddist.