Ekki alvöru liðsheild hjá þungum og pirruðum Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 14:02 Valsmenn hafa valdið vonbrigðum í vetur. vísir/vilhelm Vandræði Valsmanna voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gær. Valur tapaði fyrir Stjörnunni, 31-28, í Olís-deild karla á laugardaginn og eftir leikinn talaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um pirring í sínu liði. „Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25