Haukar keyrðu yfir granna sína í FH og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigri, 34-26, en FH náði aðeins að laga stöðuna áður en yfir lauk.
Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum var munurinn tólf mörk, 33-21, og bálreiður Sigursteinn tók þá leikhlé.
Hann gjörsamlega urðaði yfir sína menn og bað þá um að bera virðingu fyrir FH-merkinu og spila eins og menn.
Eins og áður segir lagaði FH aðeins stöðuna áður en yfir lauk en Haukarnir fögnuðu deildarmeistaratitlinum í leikslok.
Leikhlé Sigursteins má sjá hér að neðan.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.