Áhyggjur af vatnsleysi í ánum í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2021 10:00 Nú styttist í að laxveiðiárnar opni en laxveiðitímabilið hefst í júní og ein af þeim ám sem opnar fyrst er Norðurá. Veiðimenn eru farnir að hafa töluverðar áhyggjur af vatnsbúskapnum fyrir sumarið en sem dæmi er Norðurá í dag aðeins með um helming sumarvatns eða um 7-8 rúmmetra og þetta á við um flestar árnar á vesturlandi og norðurlandi vestra kannski að Langá undanskilinni en hún býr ágætlega við vatnsforða þar sem það er vatnsmiðlun við Langavatn. Það er samt töluverður snjór á fjöllum fyrir norðan og nokkur forði sem liggur þar enda hefur snjórinn bráðnað mjög hægt á þessu kalda vori svo það er einhver von þar. Það er þó nokkuð ljóst að það þarf að rigna reglulega, vel og hressilega í sumar til að ár eins og Norðurá, Þverá og Kjarrá, Víðidalsá, Laxá í Kjós og Hrútafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar verði ekki vatnslitlar í sumar eins og þær voru fyrir tveimur árum en það sumar var eitt það versta sem veiðimenn muna eftir. Árnar þá runnu varla milli hylja og laxinn lá í bunkum í dýpstu hyljunum í súrefnislitlu vatni og biðu þess að það rigndi. Þegar það loksins rigndi þá var líka haustveiðin mjög góð. Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði
Veiðimenn eru farnir að hafa töluverðar áhyggjur af vatnsbúskapnum fyrir sumarið en sem dæmi er Norðurá í dag aðeins með um helming sumarvatns eða um 7-8 rúmmetra og þetta á við um flestar árnar á vesturlandi og norðurlandi vestra kannski að Langá undanskilinni en hún býr ágætlega við vatnsforða þar sem það er vatnsmiðlun við Langavatn. Það er samt töluverður snjór á fjöllum fyrir norðan og nokkur forði sem liggur þar enda hefur snjórinn bráðnað mjög hægt á þessu kalda vori svo það er einhver von þar. Það er þó nokkuð ljóst að það þarf að rigna reglulega, vel og hressilega í sumar til að ár eins og Norðurá, Þverá og Kjarrá, Víðidalsá, Laxá í Kjós og Hrútafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar verði ekki vatnslitlar í sumar eins og þær voru fyrir tveimur árum en það sumar var eitt það versta sem veiðimenn muna eftir. Árnar þá runnu varla milli hylja og laxinn lá í bunkum í dýpstu hyljunum í súrefnislitlu vatni og biðu þess að það rigndi. Þegar það loksins rigndi þá var líka haustveiðin mjög góð.
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði