„Þetta er ekkert annað en vítaspyrna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:01 Valsmaðurinn Johannes Vall togar í treyju KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar. stöð 2 sport Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark KR í 2-3 tapinu fyrir Val í gær úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar voru á því að KR-ingar hefðu átt að fá annað víti sex mínútum áður. Á 59. mínútu kom Kjartan Henry Finnbogason inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir KR í sjö ár. Þremur mínútum síðar átti hann skalla eftir hornspyrnu sem Hannes Þór Halldórsson varði. Stefán Árni Geirsson reyndi að ná frákastinu en Johannes Vall togaði í treyju hans og hann náði ekki almennilegu skoti. Þeir Atli Viðar Björnsson og Jón Þór Hauksson voru sammála um að Pétur Guðmundsson hefði átt að dæma víti á Vall. „Fyrir mér er þetta pjúra víti. Johannes Vall hangir aftan í Stefáni Árna og þetta er ekkert annað en vítaspyrna,“ sagði Atli Viðar. „Hann rænir hann frákastinu. Það er klárt mál. Þetta er pjúra víti,“ sagði Jón Þór en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Vítið sem KR átti að fá Stefán Árni fékk hins vegar víti á 68. mínútu þegar Patrick Pedersen braut á honum. Sérfræðingarnir voru sammála um að það hafi verið réttur dómur þótt Stefán Árni hafi farið frekar skringilega niður. KR náði forystunni á 9. mínútu í leiknum í gær þegar Hannes missti skalla Guðjóns Baldvinssonar klaufalega undir sig. Sebastian Hedlund jafnaði fyrir Val á 44. mínútu og gestirnir skoruðu svo tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, fyrst Haukur Páll Sigurðsson og svo Sigurður Egill Lárusson. Pálmi Rafn minnkaði muninn í 2-3 á 68. mínútu en nær komust KR-ingar ekki þrátt fyrir linnulausa sókn. KR er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjögur stig en Valsmenn í því fjórða með tíu stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. 17. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Á 59. mínútu kom Kjartan Henry Finnbogason inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir KR í sjö ár. Þremur mínútum síðar átti hann skalla eftir hornspyrnu sem Hannes Þór Halldórsson varði. Stefán Árni Geirsson reyndi að ná frákastinu en Johannes Vall togaði í treyju hans og hann náði ekki almennilegu skoti. Þeir Atli Viðar Björnsson og Jón Þór Hauksson voru sammála um að Pétur Guðmundsson hefði átt að dæma víti á Vall. „Fyrir mér er þetta pjúra víti. Johannes Vall hangir aftan í Stefáni Árna og þetta er ekkert annað en vítaspyrna,“ sagði Atli Viðar. „Hann rænir hann frákastinu. Það er klárt mál. Þetta er pjúra víti,“ sagði Jón Þór en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Vítið sem KR átti að fá Stefán Árni fékk hins vegar víti á 68. mínútu þegar Patrick Pedersen braut á honum. Sérfræðingarnir voru sammála um að það hafi verið réttur dómur þótt Stefán Árni hafi farið frekar skringilega niður. KR náði forystunni á 9. mínútu í leiknum í gær þegar Hannes missti skalla Guðjóns Baldvinssonar klaufalega undir sig. Sebastian Hedlund jafnaði fyrir Val á 44. mínútu og gestirnir skoruðu svo tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, fyrst Haukur Páll Sigurðsson og svo Sigurður Egill Lárusson. Pálmi Rafn minnkaði muninn í 2-3 á 68. mínútu en nær komust KR-ingar ekki þrátt fyrir linnulausa sókn. KR er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjögur stig en Valsmenn í því fjórða með tíu stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. 17. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00
Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33
Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. 17. maí 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53