Mickelson og Oosthuizen leiða eftir annan hring Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 10:31 Hinn fimmtugi Mickelson stendur vel eftir fyrstu hringina tvo. Kylfingur á sextugsaldri hefur ekki náð efstu tíu sætunum á mótinu síðan 2000. Getty Images/Elsa Öðrum hring PGA-meistaramótsins í golfi á Kiawah-eyju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum lauk í nótt. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen lék manna best í gær og leiðir mótið ásamt Phil Mickelson. Oosthuizen lék hring gærdagsins á fjórum höggum undir pari þar sem hann fékk fimm fugla og einn skolla. Hann fór fyrri hringinn á einu höggi undir pari og er því á fimm höggum undir parinu í heildina. Mickelson hafði leikið einu höggi betur á fyrri hringnum en í gær náði hann í sex fugla en fékk þrjá skolla. Hann fór hringinn því á þremur undir pari og deilir toppsætinu með Oosthuizen. Mickelson er fimmtugur en það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson tókst það árið 2000. Halfway home at the #PGAChamp T1. @PhilMickelson -5T1. @Louis57TM 3. @BKoepka -4T4. @BrandenGrace -3T4. @CbezGolf T4. Hideki MatsuyamaT7. @CoreConn -2T7. @GaryWoodland T7. @Streels54 T7. Sungjae ImT7. @Paul_Casey— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Brooks Koepka er þriðji á fjórum undir parinu en hann lék á höggi undir pari vallar á seinni hringnum. Japaninn Hideki Matsuyama er sá eini sem lék eins vel og Oosthuizen í gær, einnig á fjórum undir pari, og er á þremur undir í 4.-6. sæti. Sætunum deilir hann með tveimur löndum Oosthuizen, þeim Christian Bezuidenhout og Branden Grace. Kanadamaðurinn Corey Conners, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, gekk ekki eins vel í gær - fór hringinn á þremur yfir pari - og er í 7.-11. sæti á tveimur undir pari ásamt þremur öðrum kylfingum. Pure electricity. @HarryHiggs1991 drops one from nearly 60 feet. pic.twitter.com/ufzRWTwIUG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy komst í gegnum niðurskurð en hann er á þremur yfir pari eftir að hafa farið annan hringinn á pari. Tony Finau, Rickie Fowler, Justin Rose og Jon Rahm er á meðal kylfinga sem deila því skori. Þónokkrir öflugir kylfingar hafa helst úr lestinni þar sem þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn, er þeir voru á sex höggum yfir pari eða hærra eftir hringina tvo. Þar má meðal annarra nefna Xander Schauffele, Justin Thomas, Dustin Johnson, Tommy Fleetwood og Sergio Garcia. Þriðji hringur mótsins er í dag og hefst bein útsending frá Kiawah-eyju klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Justin Thomas needed to make birdie on 18 to play the weekend ...The 2017 winner has missed the cut at the PGA Championship for the first time in his career. pic.twitter.com/xjfqihClmT— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Oosthuizen lék hring gærdagsins á fjórum höggum undir pari þar sem hann fékk fimm fugla og einn skolla. Hann fór fyrri hringinn á einu höggi undir pari og er því á fimm höggum undir parinu í heildina. Mickelson hafði leikið einu höggi betur á fyrri hringnum en í gær náði hann í sex fugla en fékk þrjá skolla. Hann fór hringinn því á þremur undir pari og deilir toppsætinu með Oosthuizen. Mickelson er fimmtugur en það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson tókst það árið 2000. Halfway home at the #PGAChamp T1. @PhilMickelson -5T1. @Louis57TM 3. @BKoepka -4T4. @BrandenGrace -3T4. @CbezGolf T4. Hideki MatsuyamaT7. @CoreConn -2T7. @GaryWoodland T7. @Streels54 T7. Sungjae ImT7. @Paul_Casey— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Brooks Koepka er þriðji á fjórum undir parinu en hann lék á höggi undir pari vallar á seinni hringnum. Japaninn Hideki Matsuyama er sá eini sem lék eins vel og Oosthuizen í gær, einnig á fjórum undir pari, og er á þremur undir í 4.-6. sæti. Sætunum deilir hann með tveimur löndum Oosthuizen, þeim Christian Bezuidenhout og Branden Grace. Kanadamaðurinn Corey Conners, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, gekk ekki eins vel í gær - fór hringinn á þremur yfir pari - og er í 7.-11. sæti á tveimur undir pari ásamt þremur öðrum kylfingum. Pure electricity. @HarryHiggs1991 drops one from nearly 60 feet. pic.twitter.com/ufzRWTwIUG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy komst í gegnum niðurskurð en hann er á þremur yfir pari eftir að hafa farið annan hringinn á pari. Tony Finau, Rickie Fowler, Justin Rose og Jon Rahm er á meðal kylfinga sem deila því skori. Þónokkrir öflugir kylfingar hafa helst úr lestinni þar sem þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn, er þeir voru á sex höggum yfir pari eða hærra eftir hringina tvo. Þar má meðal annarra nefna Xander Schauffele, Justin Thomas, Dustin Johnson, Tommy Fleetwood og Sergio Garcia. Þriðji hringur mótsins er í dag og hefst bein útsending frá Kiawah-eyju klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Justin Thomas needed to make birdie on 18 to play the weekend ...The 2017 winner has missed the cut at the PGA Championship for the first time in his career. pic.twitter.com/xjfqihClmT— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira