Laxinn mættur í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2021 09:55 Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með vænan lax úr Þjórsá. Mynd: Iceland Outfitters Fyrstu laxarnir hafa látið sjá sig í Þjórsá en það er heldur betur farin að hlaðast upp spenna fyrir opnun í ánni. Þjórsá hefur sjaldan verið jafn veiðileg og hún er núna en vegna kulda það sem af er sumri er sáralítil. jökullitur á ánni, það er að segja hún er ekki sementsgrá eins og oft. Meira eins og Eystri Rangá á þokkalegum degi. Það þýðir bara að fiskurinn sér fluguna og maðkinn betur sem og þá verður einstaklega fróðlegt að sjá hvernig veiðin er á svæðunum fyrir ofan Urriðafoss en þar eru nokkrar flottar breiður sem er gaman að kasta á með tvíhendu. Á meðan flestar ár á suður- og vesturlandi eru orðnar ansi vatnslitlar er það ekki vandamál í Þjórsá og ef við gerum ráð fyrir því að göngur verði þokkalegar ætlum við bara að leyfa okkur að spá skemmtilegri opnun í ánni. Aðsókn í Urriðafoss er eins og síðustu ár mjög mikil og afar fá ef einhver leyfi eru eftir. Ef það stefnir í vatnsleysi í dragánum í sumar má reikna með að veiðiþyrstir laxveiðimenn sæki stíft í Þjórsá en þegar lítið er eftir af veiðileyfum þá er það bara fyrstu kemur fyrstur fær. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Þjórsá hefur sjaldan verið jafn veiðileg og hún er núna en vegna kulda það sem af er sumri er sáralítil. jökullitur á ánni, það er að segja hún er ekki sementsgrá eins og oft. Meira eins og Eystri Rangá á þokkalegum degi. Það þýðir bara að fiskurinn sér fluguna og maðkinn betur sem og þá verður einstaklega fróðlegt að sjá hvernig veiðin er á svæðunum fyrir ofan Urriðafoss en þar eru nokkrar flottar breiður sem er gaman að kasta á með tvíhendu. Á meðan flestar ár á suður- og vesturlandi eru orðnar ansi vatnslitlar er það ekki vandamál í Þjórsá og ef við gerum ráð fyrir því að göngur verði þokkalegar ætlum við bara að leyfa okkur að spá skemmtilegri opnun í ánni. Aðsókn í Urriðafoss er eins og síðustu ár mjög mikil og afar fá ef einhver leyfi eru eftir. Ef það stefnir í vatnsleysi í dragánum í sumar má reikna með að veiðiþyrstir laxveiðimenn sæki stíft í Þjórsá en þegar lítið er eftir af veiðileyfum þá er það bara fyrstu kemur fyrstur fær.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði