Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2021 22:15 Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hefja leik í úrslitakeppninni gegn KA á þriðjudaginn. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. „Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira