Woods mölbraut á sér hægri fótinn og ökklann þegar hann missti stjórn á bílnum sínum í Suður-Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn.
Tiger Woods on his recovery from February crash: 'The most pain ever'. https://t.co/GJjkTcyx2b
— PerthNow (@perthnow) May 28, 2021
Tiger þurfti að fara í mjög langa og erfiða skurðaðgerð og eyddi síðan næstum því heilum mánuði á sjúkrahúsi.
Tiger ræddi stöðuna á sér í stuttu viðtali við Golf Digest en þetta var fyrsta viðtal hans frá bílslysinu.
„Þetta hefur verið allt annað dýr en ég kynnst áður,“ sagði Tiger Woods. „Ég þekki mikið til þegar kemur að endurhæfingu vegna fyrri meiðsla minna en þetta er meiri sársauki en ég hef nokkurn tímann fundið áður,“ sagði Tiger.
.@TigerWoods has described his recovery from a car crash that left him with career-threatening injuries as more painful than anything he has ever experienced and said his focus was on just being able to walk on his own again. #7NEWS https://t.co/ttxW2qm0us
— 7NEWS Sydney (@7NewsSydney) May 27, 2021
Woods var aftur á móti ekki tilbúinn að svara því hvort hann myndi keppa í golfi aftur.
Þegar Tiger lenti í slysinu þá var hann ekki byrjaður að keppa eftir að hafa farið í fimmtu bakaðgerðina á ferlinum á síðustu Þorláksmessu. Sú aðgerð skapaði óvissu um það hvort hann gæti keppt á Mastersmótinu en bílslysið sá til þess að það var aldrei á dagskrá.
Meiðslin voru það alvarleg að margir telja að Tiger muni ekki keppa í golfi aftur. Hann hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum og vantar að vinna þrjú mót til viðbótar til að jafna met Jack Nicklaus.