Spennt fyrir því að endurvekja Arctic Rafting Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 12:23 Tinna Sigurðardóttir, leiðsögukona og fjárfestir. Aðsend Leiðsögukonan og fjárfestirinn Tinna Sigurðardóttir hefur keypt flúðasiglingafélagið Arctic Rafting af ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Arctic Rafting hóf flúðasiglingar árið 1983 undir vörumerkinu Bátafólkið en félagið rann saman við Arctic Rafting árið 2005 þegar hið síðarnefnda var keypt af Torfa G Yngvasyni og Jóni Heiðari Andréssyni. Var félagið síðar fært undir vörumerkið Arctic Adventures. Tinna var þriðji starfsmaður þess félags árið 2006 og starfaði lengi sem sölustjóri og ævintýraleiðsögukona, að því er fram kemur í tilkynningu. Tinna hefur nú tekið við rekstrinum og fór með sinn fyrsta hóp í flúðasiglingu þann 1. maí síðastliðinn. Hún er með viðskiptafræðigráðu frá Griffith University í Ástralíu. Viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla „Indland og Nepal eiga sérstakan stað í hjarta hennar og þangað hefur hún árlega lagt leið sína í kajak- og flúðasiglingaferðir. Síðastliðin sumur hefur Tinna starfað við leiðsögn í flúðasiglingum í Noregi og á veturnar í göngum á Vatnajökli. Tinna er spennt að taka við Arctic Rafting og ætlar í mikla uppbyggingu þrátt fyrir að reikna ekki með stríðum straum erlendra ferðamanna þetta sumarið,“ segir í tilkynningu. Drumboddsstaðir í Bláskógabyggð eru bækistöðvar Arctic Rafting.Aðsend Bækistöðvar Arctic Rafting eru að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð og eru þær oftast kallaðar Drumbó. Í apríl lauk þar miklum endurbótum og í haust stefnir Tinna á frekari framkvæmdir. Kajak- og flúðasiglingar eru sagðar eiga hug hennar allan og er Tinna alveg viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla á Drumbó. „Það er mikilvægt að það sé til góð aðstaða fyrir þann samheldna hóp sem myndar grasrótina í vatnssportinu. Ég vonast til að geta dreift þekkingu og jafnvel haldið straumvatnsmót í framtíðinni,“ segir Tinna. Hún segist vera bjartsýn á gott sumar, þrátt fyrir mikla óvissutíma og taka á móti fólki í kanó- og flúðasiglingar með bros á vör. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Arctic Rafting hóf flúðasiglingar árið 1983 undir vörumerkinu Bátafólkið en félagið rann saman við Arctic Rafting árið 2005 þegar hið síðarnefnda var keypt af Torfa G Yngvasyni og Jóni Heiðari Andréssyni. Var félagið síðar fært undir vörumerkið Arctic Adventures. Tinna var þriðji starfsmaður þess félags árið 2006 og starfaði lengi sem sölustjóri og ævintýraleiðsögukona, að því er fram kemur í tilkynningu. Tinna hefur nú tekið við rekstrinum og fór með sinn fyrsta hóp í flúðasiglingu þann 1. maí síðastliðinn. Hún er með viðskiptafræðigráðu frá Griffith University í Ástralíu. Viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla „Indland og Nepal eiga sérstakan stað í hjarta hennar og þangað hefur hún árlega lagt leið sína í kajak- og flúðasiglingaferðir. Síðastliðin sumur hefur Tinna starfað við leiðsögn í flúðasiglingum í Noregi og á veturnar í göngum á Vatnajökli. Tinna er spennt að taka við Arctic Rafting og ætlar í mikla uppbyggingu þrátt fyrir að reikna ekki með stríðum straum erlendra ferðamanna þetta sumarið,“ segir í tilkynningu. Drumboddsstaðir í Bláskógabyggð eru bækistöðvar Arctic Rafting.Aðsend Bækistöðvar Arctic Rafting eru að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð og eru þær oftast kallaðar Drumbó. Í apríl lauk þar miklum endurbótum og í haust stefnir Tinna á frekari framkvæmdir. Kajak- og flúðasiglingar eru sagðar eiga hug hennar allan og er Tinna alveg viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla á Drumbó. „Það er mikilvægt að það sé til góð aðstaða fyrir þann samheldna hóp sem myndar grasrótina í vatnssportinu. Ég vonast til að geta dreift þekkingu og jafnvel haldið straumvatnsmót í framtíðinni,“ segir Tinna. Hún segist vera bjartsýn á gott sumar, þrátt fyrir mikla óvissutíma og taka á móti fólki í kanó- og flúðasiglingar með bros á vör.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira