Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 23:31 Rúnar Sigtryggsson lét óánægju sína í ljós í þætti Seinni bylgjunnar á föstudaginn. Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira