Þetta staðfesti Ólafur við handbolta.is. Vonir stóðu til þess að þessi öfluga skytta og varnarmaður gæti jafnað sig, meðal annars með sprautu í hnéð, og hann kom við sögu í þremur leikjum í kringum lok apríl og maí. Nú er niðurstaðan hins vegar sú að hann neyðist til þess að fara í aðgerð.
Ólafur missir því af einvígi KA við Val í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Fyrri leikurinn er í KA-heimilinu annað kvöld kl. 18 og sá seinni í Origo-höllinni á föstudagskvöld. Liðið sem skorar fleiri mörk í einvíginu samanlagt kemst í undanúrslit. Verði jafnt kemst það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli áfram.