Eiríkur biður Hallgrím afsökunar á að hafa sært hann Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 17:35 Hallgrímur fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæði sig afsökunar og það hefur Eiríkur nú gert. Menningarþátturinn Víðsjá hófst á óvenjulegum nótum í dag, á pistli annars umsjónarmanns sem bað rithöfundinn Hallgrím Helgason afsökunar. Verulegur skjálfti hefur verið undanfarna daga og vikur í menningargeiranum vegna væringa milli þessara tveggja, sem tilheyra hópi helstu menningarinnar mönnum landsins. Hallgrímur opnaði sig með það á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru, í kjölfar þess að Eiríkur lýsti yfir þar stuðningi við fórnarlömb ofbeldis að hann gæti trútt um talað. Sjálfur hafi Eiríkur sært sig með óvarlegum orðum sem hann viðhafði, þegar hann vitnaði fyrir sex árum í pistli sínum í alræmdan pistil Guðbergs Bergssonar sem hæddist af því sem þá var áberandi á bókamarkaði; skáldævisögunni. Ítrekaðar afsökunarbeiðnir duga ekki Guðni Tómasson samstarfsmaður Eiríks kynnti efni þáttarins og gaf svo Eiríki orðið: „Undanfarna daga hafa spunnist umræður á samfélagsmiðlum um pistil sem sá sem hér talar flutti hér í Víðsjá fyrir um það bil sex árum. Í pistlinum var meðal annars vikið að verki Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, frá árinu 2015,“ sagði Eiríkur og hélt áfram lestri sínum. „Fljótlega eftir að ég flutti pistilinn barst mér til eyrna að orð mín hefðu sært Hallgrím. Það þótti mér afar leitt. Í kjölfarið ræddum við málið og ég hef síðan þá staðið í þeirri meiningu að við hefðum skilið sáttir enda hef ég aðeins átt vinsamleg samskipti við Hallgrím eftir að þetta gerðist. Af orðum hans nú nýverið, skrifum sem hann birti á Facebook, má ráða að ekki var nóg að gert. Pistill minn særði Hallgrím á sínum tíma og hann veldur honum sársauka enn þann dag í dag. Það er augljóst. Ég bað hann afsökunar fyrir fáeinum dögum og gat ekki skilið viðbragð hans við þeirri beiðni öðruvísi en þannig að henni hefði verið vel tekið.“ Fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæðist afsökunar Það dugði ekki til að sögn Eiríks og fram kemur að rithöfundurinn hafi farið þess á leit við sjálft Ríkisútvarpið að útvarpsmaðurinn bæði sig afsökunar. „En sársaukinn er enn til staðar og Hallgrímur hefur farið þess á leit við RÚV að ég biðjist afsökunar í útvarpi. Ég vil því nota þetta tækifæri hér á þessum vettvangi þar sem þetta mál hófst til að biðja Hallgrím aftur opinberlega afsökunar á þeim sársauka sem orð mín hafa valdið honum. Sú var auðvitað aldrei ætlunin. Ég bið Hallgrím Helgason í fullri einlægni afsökunar á þeim orðum mínum sem særðu hann. Og óska honum alls hins besta.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verulegur skjálfti hefur verið undanfarna daga og vikur í menningargeiranum vegna væringa milli þessara tveggja, sem tilheyra hópi helstu menningarinnar mönnum landsins. Hallgrímur opnaði sig með það á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru, í kjölfar þess að Eiríkur lýsti yfir þar stuðningi við fórnarlömb ofbeldis að hann gæti trútt um talað. Sjálfur hafi Eiríkur sært sig með óvarlegum orðum sem hann viðhafði, þegar hann vitnaði fyrir sex árum í pistli sínum í alræmdan pistil Guðbergs Bergssonar sem hæddist af því sem þá var áberandi á bókamarkaði; skáldævisögunni. Ítrekaðar afsökunarbeiðnir duga ekki Guðni Tómasson samstarfsmaður Eiríks kynnti efni þáttarins og gaf svo Eiríki orðið: „Undanfarna daga hafa spunnist umræður á samfélagsmiðlum um pistil sem sá sem hér talar flutti hér í Víðsjá fyrir um það bil sex árum. Í pistlinum var meðal annars vikið að verki Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, frá árinu 2015,“ sagði Eiríkur og hélt áfram lestri sínum. „Fljótlega eftir að ég flutti pistilinn barst mér til eyrna að orð mín hefðu sært Hallgrím. Það þótti mér afar leitt. Í kjölfarið ræddum við málið og ég hef síðan þá staðið í þeirri meiningu að við hefðum skilið sáttir enda hef ég aðeins átt vinsamleg samskipti við Hallgrím eftir að þetta gerðist. Af orðum hans nú nýverið, skrifum sem hann birti á Facebook, má ráða að ekki var nóg að gert. Pistill minn særði Hallgrím á sínum tíma og hann veldur honum sársauka enn þann dag í dag. Það er augljóst. Ég bað hann afsökunar fyrir fáeinum dögum og gat ekki skilið viðbragð hans við þeirri beiðni öðruvísi en þannig að henni hefði verið vel tekið.“ Fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæðist afsökunar Það dugði ekki til að sögn Eiríks og fram kemur að rithöfundurinn hafi farið þess á leit við sjálft Ríkisútvarpið að útvarpsmaðurinn bæði sig afsökunar. „En sársaukinn er enn til staðar og Hallgrímur hefur farið þess á leit við RÚV að ég biðjist afsökunar í útvarpi. Ég vil því nota þetta tækifæri hér á þessum vettvangi þar sem þetta mál hófst til að biðja Hallgrím aftur opinberlega afsökunar á þeim sársauka sem orð mín hafa valdið honum. Sú var auðvitað aldrei ætlunin. Ég bið Hallgrím Helgason í fullri einlægni afsökunar á þeim orðum mínum sem særðu hann. Og óska honum alls hins besta.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira