Seinni bylgjan: Ótrúlega rólegar undir pressu og þjálfarinn sultuslakur Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 16:32 KA/Þór hefur þegar fagnað sínum fyrsta deildarmeistaratitli og á möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Til þess þarf liðið einn sigur í viðbót. vísir/hulda margrét Leikmenn og þjálfari KA/Þórs sýndu aðdáunarverða yfirvegun og öryggi í sigrinum á Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni