Fjórir nýir höfundar hlutu hálfa milljón í Nýræktarstyrk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 09:00 Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Fríða Þorkelsdóttir sem tók við styrknum fyrir hönd systur sinnar, Nínu Hjördísar Þorkelsdóttur. Miðstöð íslenskra bókmennta Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar fjórum Nýræktarstyrkjum í ár, hver þeirra er 500.000 krónur. Verkin sem hljóta viðurkenninguna nú eru tvær ljóðabækur og tvær skáldsögur. 94 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið fleiri, samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Eftirtalin verk og höfundar hljóta Nýræktarstyrki 2021: Stóra bókin um sjálfsvorkunn Höfundur: Ingólfur Eiríksson (f. 1994) lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2017, meistaraprófi í nútímabókmenntum frá Háskólanum í Edinborg 2019 og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands 2021. Eftir hann hafa komið út ljóðabækurnar Klón: Eftirmyndasaga og Línuleg dagskrá. Hann var reglulegur pistlahöfundur hjá Lestinni á Rás 1 vorið 2021 og hefur ásamt Matthíasi Tryggva Haraldssyni þýtt leikritin Sími látins manns eftir Söruh Ruhl og Doktor Fástus í myrku ljósi eftir Gertrude Stein. Þá hefur hann birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og víðar. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Í skáldsögunni Stóra bókin um sjálfsvorkunn er fylgst með ungum manni sem missir tökin á lífi sínu þegar hann dvelur við nám erlendis. Samhliða er horft til fortíðar og leyndarmáls í fjölskyldusögunni sem hann reynir að ráða fram úr. Uppbyggingin einkennist af sérlega vel heppnuðum skiptingum milli tímasviða og stíllinn er áreynslulaus en býr yfir lúmskum húmor og kaldhæðnum undirtóni. Næturborgir Höfundur: Jakub Stachowiak (f. 1991) er pólskur bréfberi, skáld og nemi og stefnir á að byrja í meistaranámi í ritlist í haust. Fyrstu ljóðin orti hann á pólsku þegar hann var táningur, vann nokkrar ljóðasamkeppnir en hætti svo að skrifa. Árið 2016 flutti hann til Íslands til að læra íslensku og byrjaði í BA-námi í íslensku sem öðru máli. Þar tók Jakub ákvörðun um að prófa að skrifa ljóð á íslensku og hefur ekki hætt síðan. Ljóð hans hafa verið birt í Skandali og Tímariti Máls og menningar og nokkur ljóð á vefsíðunni Lestrarklefinn.is. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Næturborgir er heilsteypt ljóðabók sem hverfist um sorg, söknuð, borgina og skáldskap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið saman hversdagslegum myndum og nýstárlegu tungutaki. Ljóðin tjá sorg og ljúfsárar minningar tengdar henni á persónulegan hátt en eiga jafnframt í áhugaverðu samtali við íslenska ljóðagerð tuttugustu aldar. Veðurfregnir og jarðarfarir Höfundur: Mao Alheimsdóttir fæddist árið 1983 í Póllandi. Hún lauk MA-gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2020 og er fyrsti nemandinn af erlendu bergi brotinn sem var innritaður í námið. Mao náði að fóta sig í íslensku samfélagi fljótlega eftir að hún flutti til landsins frá París árið 2006 þar sem hún stundaði íslenskunám í Sorbonne-háskóla. Hún útskrifaðist árið 2018 frá HÍ með BA-gráðu í íslensku sem öðru máli. Esseyja hennar Mín litla Mongólía var birt í febrúarhefti Tímarits Máls og menningar 2021. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Frásögnin í skáldsögunni Veðurfregnir og jarðarfarir streymir milli Íslands, Póllands og Frakklands á ýmsum tímaskeiðum. Þar gengur veðurfræðingurinn Lena um „götur upplitaðra minninga“ sem eru eins reikular og skýin. Afbragðs vald höfundar á samspili frásagnarháttar og inntaks birtist í flæðandi texta sem undirstrikar líkindin með hverfulli náttúrunni sem Lena kannar og leit hennar að bæði samastað og sátt milli fortíðar og nútíðar. Lofttæmi Höfundur: Nína Hjördís Þorkelsdóttir (f. 1989) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2008. Hún lauk meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands árið 2015, er með BA-gráðu í mannfræði og lögfræði frá sama skóla, og B.mus-gráðu í hljóðfæraleik frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur unnið við ýmis ritstörf, m.a. fréttamennsku á RÚV og Vísi, sem ritstjóri Stúdentablaðsins 2015–16 og framkvæmdastjóri menningarvefsins Sirkústjaldsins á árunum 2014 og 2015. Nína hefur auk þess birt menningarumfjöllun og gagnrýni í Stúdentablaðinu og vefritinu Hugrás. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Ljóðabókin Lofttæmi geymir athuganir á andardrætti, lífmagni og tónlistinni í tilverunni. Skynjun á tilvist og umhverfi er miðlað af næmri tilfinningu en allt er þetta jafnframt skoðað af vísindalegri nákvæmni á heillandi hátt. Lífverur, jörð og loft eru sett undir smásjá í ljóðum sem birta ferska sýn á líf í hverfulum heimi. Bókmenntir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
94 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið fleiri, samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Eftirtalin verk og höfundar hljóta Nýræktarstyrki 2021: Stóra bókin um sjálfsvorkunn Höfundur: Ingólfur Eiríksson (f. 1994) lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2017, meistaraprófi í nútímabókmenntum frá Háskólanum í Edinborg 2019 og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands 2021. Eftir hann hafa komið út ljóðabækurnar Klón: Eftirmyndasaga og Línuleg dagskrá. Hann var reglulegur pistlahöfundur hjá Lestinni á Rás 1 vorið 2021 og hefur ásamt Matthíasi Tryggva Haraldssyni þýtt leikritin Sími látins manns eftir Söruh Ruhl og Doktor Fástus í myrku ljósi eftir Gertrude Stein. Þá hefur hann birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og víðar. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Í skáldsögunni Stóra bókin um sjálfsvorkunn er fylgst með ungum manni sem missir tökin á lífi sínu þegar hann dvelur við nám erlendis. Samhliða er horft til fortíðar og leyndarmáls í fjölskyldusögunni sem hann reynir að ráða fram úr. Uppbyggingin einkennist af sérlega vel heppnuðum skiptingum milli tímasviða og stíllinn er áreynslulaus en býr yfir lúmskum húmor og kaldhæðnum undirtóni. Næturborgir Höfundur: Jakub Stachowiak (f. 1991) er pólskur bréfberi, skáld og nemi og stefnir á að byrja í meistaranámi í ritlist í haust. Fyrstu ljóðin orti hann á pólsku þegar hann var táningur, vann nokkrar ljóðasamkeppnir en hætti svo að skrifa. Árið 2016 flutti hann til Íslands til að læra íslensku og byrjaði í BA-námi í íslensku sem öðru máli. Þar tók Jakub ákvörðun um að prófa að skrifa ljóð á íslensku og hefur ekki hætt síðan. Ljóð hans hafa verið birt í Skandali og Tímariti Máls og menningar og nokkur ljóð á vefsíðunni Lestrarklefinn.is. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Næturborgir er heilsteypt ljóðabók sem hverfist um sorg, söknuð, borgina og skáldskap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið saman hversdagslegum myndum og nýstárlegu tungutaki. Ljóðin tjá sorg og ljúfsárar minningar tengdar henni á persónulegan hátt en eiga jafnframt í áhugaverðu samtali við íslenska ljóðagerð tuttugustu aldar. Veðurfregnir og jarðarfarir Höfundur: Mao Alheimsdóttir fæddist árið 1983 í Póllandi. Hún lauk MA-gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2020 og er fyrsti nemandinn af erlendu bergi brotinn sem var innritaður í námið. Mao náði að fóta sig í íslensku samfélagi fljótlega eftir að hún flutti til landsins frá París árið 2006 þar sem hún stundaði íslenskunám í Sorbonne-háskóla. Hún útskrifaðist árið 2018 frá HÍ með BA-gráðu í íslensku sem öðru máli. Esseyja hennar Mín litla Mongólía var birt í febrúarhefti Tímarits Máls og menningar 2021. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Frásögnin í skáldsögunni Veðurfregnir og jarðarfarir streymir milli Íslands, Póllands og Frakklands á ýmsum tímaskeiðum. Þar gengur veðurfræðingurinn Lena um „götur upplitaðra minninga“ sem eru eins reikular og skýin. Afbragðs vald höfundar á samspili frásagnarháttar og inntaks birtist í flæðandi texta sem undirstrikar líkindin með hverfulli náttúrunni sem Lena kannar og leit hennar að bæði samastað og sátt milli fortíðar og nútíðar. Lofttæmi Höfundur: Nína Hjördís Þorkelsdóttir (f. 1989) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2008. Hún lauk meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands árið 2015, er með BA-gráðu í mannfræði og lögfræði frá sama skóla, og B.mus-gráðu í hljóðfæraleik frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur unnið við ýmis ritstörf, m.a. fréttamennsku á RÚV og Vísi, sem ritstjóri Stúdentablaðsins 2015–16 og framkvæmdastjóri menningarvefsins Sirkústjaldsins á árunum 2014 og 2015. Nína hefur auk þess birt menningarumfjöllun og gagnrýni í Stúdentablaðinu og vefritinu Hugrás. Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið: Ljóðabókin Lofttæmi geymir athuganir á andardrætti, lífmagni og tónlistinni í tilverunni. Skynjun á tilvist og umhverfi er miðlað af næmri tilfinningu en allt er þetta jafnframt skoðað af vísindalegri nákvæmni á heillandi hátt. Lífverur, jörð og loft eru sett undir smásjá í ljóðum sem birta ferska sýn á líf í hverfulum heimi.
Bókmenntir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira