Nítján ár síðan að KA-menn „risu upp frá dauðum“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 14:00 Róbert Aron Hostert skorar í sigri Vals á KA fyrr í vetur. Vísir/Elín Björg Valsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og KA-þjálfarinn Jónatan Þór Magnússon upplifðu það sjálfir á eigin skinni þegar KA snéri við vonlítilli stöðu á Val fyrir næstum því tveimur áratugum. Nú þurfa KA-menn að endurtaka leikinn á Hlíðarenda í kvöld ætli þeir ekki að fara í sumarfrí. KA-menn ættu kannski að skoða gamlar myndir og gömul myndbönd frá árinu 2002 fyrir leik sinn á móti Val í úrslitakeppninni í kvöld. Fyrir nítján árum þá tókst KA-mönnum hið nær ömögulega þegar þeir „risu upp frá dauðum“ í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Opna íþróttakálfs DV eftir oddaleikinn þar sem KA tryggði sér Íslandsmeistaratilinn með þriðja sigri sínum í röð.Skjámynd/Timarit.is/DV Valsmenn eru nefnilega í mjög góðum málum fyrir seinni leik sinn á móti KA í átta liða úrslitum Olís deildar karla en leikurinn fer fram í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn fyrir norðan með fjórum mörkum og skoruðu líka þrjátíu útivallarmörk. Það þýðir að KA þarf að vinna fimm marka sigur til að fara áfram en fjögurra marka sigur dugar ef liðið skorar meira en 30 mörk. Það eru liðin nítján ár síðan þessi félög mættu síðast í úrslitakeppni karla og því þau hafa ekki mæst í úrslitaeinvíginu síðan vorið 2002. Þá bar deildin nafn annars olíufélags og var Esso-deildin en ekki Olís deildin eins og nú. Það sem gerir stöðuna í kvöld enn merkilegri i tengslum við endurkomu KA-manna í úrslitaeinvíginu 2002 er að þjálfarar liðanna í dag, Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Jónatan Þór Magnússon hjá KA, voru þá lykilmenn í liðunum tveimur. Forsíða íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir oddaleikinn.Skjámynd/Timarit.is/Mbl Valsmenn enduðu þremur sætum ofar en KA í deildinni vorið 2002 en KA-menn höfðu slegið deildarmeistara Hauka út 2-0 í undanúrslitunum. Valur vann sitt undanúrslitaeinvígi líka 2-0 (á móti Aftureldingu) og sópaði Þór Akureyri út í átta liða úrslitunum. Valsliðið byrjaði lokaúrslitin vel og vann fyrstu tvo leikina. Þann síðari eftir framlengdan leik í KA-húsinu. Valsmenn voru því búnir að vinna sex fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni og þurftu bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sá sigur kom hins vegar aldrei. Leikur þrjú var á Hlíðarenda eins og leikurinn í kvöld. KA-menn héldu sér á lífi með fimm marka sigri, sigri sem myndi duga þeim í kvöld. KA tryggði sér síðan oddaleikinn með eins marks sigri í fjórða leiknum í KA-húsinu. Valur fékk því annan heimaleik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Öll stemmningin var nú KA-megin og liðið tryggði sér titilinn með þriðja sigri sínum í röð á Val, nú 24-21. KA varð þar með fyrsta félagið til að koma til baka í lokaúrslitum karla eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu. Snorri Steinn Guðjónsson hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en hann hefur aldrei komist eins nálægt því og í þessu úrslitaeinvígi á móti KA 2002. Hann tók við Íslands- og bikarmeistaraliði Vals fyrir 2017-18 tímabilið og Hlíðarendaliðið er enn að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með Snorra Stein sem þjálfara. Nú er spurningin hvort KA-menn standa aftur í vegi fyrir honum en þetta mun allt ráðast í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan er sýndur beint seinni leikur Selfoss og Stjörnunnar og eftir leikina verða átta liða úrslitin gerð upp í Seinni bylgjunni. watch on YouTube watch on YouTube Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
KA-menn ættu kannski að skoða gamlar myndir og gömul myndbönd frá árinu 2002 fyrir leik sinn á móti Val í úrslitakeppninni í kvöld. Fyrir nítján árum þá tókst KA-mönnum hið nær ömögulega þegar þeir „risu upp frá dauðum“ í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Opna íþróttakálfs DV eftir oddaleikinn þar sem KA tryggði sér Íslandsmeistaratilinn með þriðja sigri sínum í röð.Skjámynd/Timarit.is/DV Valsmenn eru nefnilega í mjög góðum málum fyrir seinni leik sinn á móti KA í átta liða úrslitum Olís deildar karla en leikurinn fer fram í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn fyrir norðan með fjórum mörkum og skoruðu líka þrjátíu útivallarmörk. Það þýðir að KA þarf að vinna fimm marka sigur til að fara áfram en fjögurra marka sigur dugar ef liðið skorar meira en 30 mörk. Það eru liðin nítján ár síðan þessi félög mættu síðast í úrslitakeppni karla og því þau hafa ekki mæst í úrslitaeinvíginu síðan vorið 2002. Þá bar deildin nafn annars olíufélags og var Esso-deildin en ekki Olís deildin eins og nú. Það sem gerir stöðuna í kvöld enn merkilegri i tengslum við endurkomu KA-manna í úrslitaeinvíginu 2002 er að þjálfarar liðanna í dag, Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Jónatan Þór Magnússon hjá KA, voru þá lykilmenn í liðunum tveimur. Forsíða íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir oddaleikinn.Skjámynd/Timarit.is/Mbl Valsmenn enduðu þremur sætum ofar en KA í deildinni vorið 2002 en KA-menn höfðu slegið deildarmeistara Hauka út 2-0 í undanúrslitunum. Valur vann sitt undanúrslitaeinvígi líka 2-0 (á móti Aftureldingu) og sópaði Þór Akureyri út í átta liða úrslitunum. Valsliðið byrjaði lokaúrslitin vel og vann fyrstu tvo leikina. Þann síðari eftir framlengdan leik í KA-húsinu. Valsmenn voru því búnir að vinna sex fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni og þurftu bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sá sigur kom hins vegar aldrei. Leikur þrjú var á Hlíðarenda eins og leikurinn í kvöld. KA-menn héldu sér á lífi með fimm marka sigri, sigri sem myndi duga þeim í kvöld. KA tryggði sér síðan oddaleikinn með eins marks sigri í fjórða leiknum í KA-húsinu. Valur fékk því annan heimaleik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Öll stemmningin var nú KA-megin og liðið tryggði sér titilinn með þriðja sigri sínum í röð á Val, nú 24-21. KA varð þar með fyrsta félagið til að koma til baka í lokaúrslitum karla eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu. Snorri Steinn Guðjónsson hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en hann hefur aldrei komist eins nálægt því og í þessu úrslitaeinvígi á móti KA 2002. Hann tók við Íslands- og bikarmeistaraliði Vals fyrir 2017-18 tímabilið og Hlíðarendaliðið er enn að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með Snorra Stein sem þjálfara. Nú er spurningin hvort KA-menn standa aftur í vegi fyrir honum en þetta mun allt ráðast í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan er sýndur beint seinni leikur Selfoss og Stjörnunnar og eftir leikina verða átta liða úrslitin gerð upp í Seinni bylgjunni. watch on YouTube watch on YouTube Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira