Ragnhildur efst á Opna breska áhugamannamótinu | Til mikils að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 19:15 Ragnhildur Kristinsdóttir er í frábærri stöðu sem stendur. EKUSPORTS Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er sem stendur með tveggja högga forystu á næstu kylfinga eftir tvo hringi á Opna breska áhugamannamótinu sem nú fer fram í Kilmarnock í Skotlandi. Sigurvegari mótsins vinnur sér inn keppnisrétt á fjórum risamótum og því er til mikils að vinna. Ragnhildur átti mögulega sinn besta hring á ferlinum í dag þegar hún lék annan hring mótsins á 66 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins. Var hún eini kylfingurinn sem lék undir 70 höggum í dag. Þegar tveimur hringum er lokið er Ragnhildur á samtals sex höggum undir pari. Route 6 6 for Ragnhildur Kristinsdóttir The Icelandic player tops the leaderboard in strokeplay and books herself a place in the knockout stages Follow the live scoring here https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/ciCLECwS8y— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Hula Clara Gestsdóttir situr í 12. sæti mótsins á þremur höggum yfir pari og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er í 53. sæti á alls 11 höggum yfir pari. Alls eru leiknar 36 holur með svokölluðu höggleiksfyrirkomulagi. Eftir það fara 64 efstu kylfingar mótsins áfram í næstu umferð þar sem keppt er í holukeppni. Leiknar eru 18 holur þangað til komið er í úrslitaleikinn sjálfan en hann er 36 holur. An incredible 8 birdies today for Ragnhildur Kristinsdóttir Check out the stroke play leaderboard to see who is making the knockout stages https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/CaqUcMiTrj— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Sigurvegari mótsins tryggir sér keppnisrétt á fjórum risamótum: AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-meistaramótinu. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sigurvegari mótsins vinnur sér inn keppnisrétt á fjórum risamótum og því er til mikils að vinna. Ragnhildur átti mögulega sinn besta hring á ferlinum í dag þegar hún lék annan hring mótsins á 66 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins. Var hún eini kylfingurinn sem lék undir 70 höggum í dag. Þegar tveimur hringum er lokið er Ragnhildur á samtals sex höggum undir pari. Route 6 6 for Ragnhildur Kristinsdóttir The Icelandic player tops the leaderboard in strokeplay and books herself a place in the knockout stages Follow the live scoring here https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/ciCLECwS8y— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Hula Clara Gestsdóttir situr í 12. sæti mótsins á þremur höggum yfir pari og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er í 53. sæti á alls 11 höggum yfir pari. Alls eru leiknar 36 holur með svokölluðu höggleiksfyrirkomulagi. Eftir það fara 64 efstu kylfingar mótsins áfram í næstu umferð þar sem keppt er í holukeppni. Leiknar eru 18 holur þangað til komið er í úrslitaleikinn sjálfan en hann er 36 holur. An incredible 8 birdies today for Ragnhildur Kristinsdóttir Check out the stroke play leaderboard to see who is making the knockout stages https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/CaqUcMiTrj— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Sigurvegari mótsins tryggir sér keppnisrétt á fjórum risamótum: AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-meistaramótinu.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira