Flottur urriði hjá ungum veiðimanni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 08:53 Úlfljótsvatn geldur stundum fyrir það að vera of nálægt Þingvallavatni en á þann hátt að veiðimenn oft gleyma að veiða þetta ágæta vatn. Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði
Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði