Brooks Koepka segir deilur sínar við DeChambeau góðar fyrir golfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:30 Brooks Kopeka er einn af bestu golfurum heims og hann vill stækka íþróttina með sérstökum hætti. EPA-EFE/TANNEN MAURY Tveir af bestu kylfingum heims eru miklir óvinir og deilur þeirra hafa flætt fram í dagsljósið á síðustu vikum. Annar þeirra segir það vera bara hið besta mál fyrir golfíþróttina. Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka. Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka.
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira