Í fyrsta sinn í sögunni töpuðu bæði liðin síðasta leik sínum fyrir úrslitaeinvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 14:00 Agnar Smári Jónsson tók út leikbann í síðasta leik Valsmanna og er því eini leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu sem hefur ekki tapað leik í þessari úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú. Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira
Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira