Mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2021 12:30 Elín Halldórsdóttir býr í Sandnes. Tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir segir að viðbrögðin hafi verið ótrúleg við plötunni hennar Be The Love. Platan kom út fyrr í vikunni og hefur verið spiluð meira en tuttugu þúsund sinnum á Spotify. „Platan inniheldur átta frumsamin lög. Ég samdi lögin og tók upp á sex dögum fyrir mánuði síðan. Yfirskriftin hefur merkingu þar sem mér finnst að á þessum skrítnu tímum þurfum við að hætta að leita eftir kærleikanum heldur bara vera sjálf kærleikurinn,“ segir Elín í samtali við Vísi. Þetta er þriðja alþjóðlega útgáfan hennar á árinu. „Sú síðasta náði spilun í fimmtíu löndum og yfir hundrað borgum,“ segir Elín stolt. „Á albúminu eru þrjú lög með danstakti og það er viljandi gert hjá mér að semja undanfarið mikið af lögum með danstakti, því ég trúi því að það sé afar mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum. Hrista þreytuna eða mygluna úr sér og því var það lagt á hjarta mitt að gera taktföst lög sem hægt er að dansa við,“ útskýrir Elín. Tónlistin kemur í gegnum hana „Solitute og Be the Love fjalla um hvað það er mikilvægt að standa með sjálfum sér og sjá það besta í öllum aðstæðum og lagið Under your skin kom til mín eins og í leiðslu og er eina lagið sem ég hef gefið út sem ég söng beint inn og samdi í spuna án þess svo mikið sem skrifa það niður. Í því er smá ábending eða gagnrýni á að þær fjöldabólusetngar sem við erum að horfa upp á eru tilraun og hef ég haft ugg gagnvart þeim frá upphafi. Þetta lag kom með útsetningu og öllu fullskapað á nokkrum mínútum eins og það hefði verið sent, sem mér finnst reynda um alla mína list. Hún kemur bara í gegnum mig, ég er miðillinn. Það vakti mikla furðu mína að ég heyrði nýlega að það er nokkurs konar andspyrnuhreyfing í Ameríku undir yfirskriftinni Under Your Skin gagnvart bólusetningunum, ég vissi það ekki þegar ég samdi lagið en það hefur einmitt þegar verið spilað mikið þar af SoundCloud veitunni sem gefur fyrst út lögin mín, áður en þeim er dreift á þrjátíu miðla.“ Elín starfar nú sem kórstjóri með tveimur barnakórum í Kulturskole Sandnes í Noregi og leysir af sem píanó- og einsöngskennari við skólann. Hún semur sjálf öll sín lög og textana. „Lögin Beautiful Day og Morning Dew urðu til af því móðir mín óskaði eftir að ég byggi til svona róleg instrumental lög með ómandi röddu en engum texta og þau eru ágætt mótvægi við hin fjörugu lögin.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Platan inniheldur átta frumsamin lög. Ég samdi lögin og tók upp á sex dögum fyrir mánuði síðan. Yfirskriftin hefur merkingu þar sem mér finnst að á þessum skrítnu tímum þurfum við að hætta að leita eftir kærleikanum heldur bara vera sjálf kærleikurinn,“ segir Elín í samtali við Vísi. Þetta er þriðja alþjóðlega útgáfan hennar á árinu. „Sú síðasta náði spilun í fimmtíu löndum og yfir hundrað borgum,“ segir Elín stolt. „Á albúminu eru þrjú lög með danstakti og það er viljandi gert hjá mér að semja undanfarið mikið af lögum með danstakti, því ég trúi því að það sé afar mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum. Hrista þreytuna eða mygluna úr sér og því var það lagt á hjarta mitt að gera taktföst lög sem hægt er að dansa við,“ útskýrir Elín. Tónlistin kemur í gegnum hana „Solitute og Be the Love fjalla um hvað það er mikilvægt að standa með sjálfum sér og sjá það besta í öllum aðstæðum og lagið Under your skin kom til mín eins og í leiðslu og er eina lagið sem ég hef gefið út sem ég söng beint inn og samdi í spuna án þess svo mikið sem skrifa það niður. Í því er smá ábending eða gagnrýni á að þær fjöldabólusetngar sem við erum að horfa upp á eru tilraun og hef ég haft ugg gagnvart þeim frá upphafi. Þetta lag kom með útsetningu og öllu fullskapað á nokkrum mínútum eins og það hefði verið sent, sem mér finnst reynda um alla mína list. Hún kemur bara í gegnum mig, ég er miðillinn. Það vakti mikla furðu mína að ég heyrði nýlega að það er nokkurs konar andspyrnuhreyfing í Ameríku undir yfirskriftinni Under Your Skin gagnvart bólusetningunum, ég vissi það ekki þegar ég samdi lagið en það hefur einmitt þegar verið spilað mikið þar af SoundCloud veitunni sem gefur fyrst út lögin mín, áður en þeim er dreift á þrjátíu miðla.“ Elín starfar nú sem kórstjóri með tveimur barnakórum í Kulturskole Sandnes í Noregi og leysir af sem píanó- og einsöngskennari við skólann. Hún semur sjálf öll sín lög og textana. „Lögin Beautiful Day og Morning Dew urðu til af því móðir mín óskaði eftir að ég byggi til svona róleg instrumental lög með ómandi röddu en engum texta og þau eru ágætt mótvægi við hin fjörugu lögin.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira