Íslensk-frönsk veforðabók opin öllum endurgjaldslaust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2021 11:54 Vigdís Finnbogadóttir fagnaði níutíu ára afmæli sínu í fyrra. Hún opnar bókina í dag. Vísir/Vilhelm Ný íslensk-frönk veforðabók verður öllum aðgengileg frá og með deginum í dag og það endurgjaldslaust. Lexía inniheldur fimmtíu þúsund uppflettiorð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sendiráðinu. Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar síðdegis í dag. Vigdís Finnbogadóttir mun opna bókina og Roselyne Bachelot-Narquin, menningar- og samskiptamálaráðherra Frakklands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, eru meðal þeirra sem flytja ávarp við opnunina. Lexía er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM). Þórdís Úlfarsdóttir, sérfræðingur hjá SÁM, er aðalritstjóri íslenska orðabókargrunnsins og Rósa Elín Davíðsdóttir, orðabókafræðingur við SVF, er ritstjóri franska hluta hennar. Aðrir í ritstjórn orðabókarinnar eru François Heenen, Jean-Christophe Salaün og Ólöf Pétursdóttir. Gerð orðabókarinnar á sér aðdraganda aftur til ársins 1983 þegar íslensk og frönsk stjórnvöld undirrituðu samkomulag um að efla samvinnu landanna á sviði menningar og vísinda m.a. með stuðningi við gerð fransk-íslenskrar orðabókar og íslensk-franskrar. Sú fyrri kom út árið 1995 en vinna við íslensk-frönsku veforðabókina hófst haustið 2015 eftir að ákveðið var að gefa hana út í stafrænu formi og byggja á gagnagrunni ISLEX, margmála orðabókar milli íslensku og norrænu málanna á vegum SÁM. Vigdís Finnbogadóttir hefur frá upphafi verið mikill hvatamaður að útgáfu bókarinnar en hún hefur alla tíð haldið á lofti mikilvægi tungumála og tungumálanáms. Vigdís var landsþekktur frönskukennari og frumkvöðull í tungumálakennslu í íslensku sjónvarpi og hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra UNESCO í tungumálum frá árinu 1998. Útgáfa Lexíu markar tímamót þar sem nú eru liðin meira en 70 ár frá því að íslensk-frönsk orðabók kom síðast út. Því er mikill fengur í orðabókinni bæði fyrir Íslendinga sem eru að læra frönsku, frönskumælandi íslenskunema, þýðendur, áhugafólk um franska tungu, menningu og þjóðlíf og alla þá sem eiga samskipti við frönskumælandi fólk. Franska er töluð af um 75 milljónum manna víða um heim og er því mikilvægt tungumál í alþjóðasamskiptum. Útgáfa Lexíu er mikilvægur liður í því að efla samskipti og treysta vináttubönd Íslands og Frakklands. Lexía inniheldur um 50 þúsund uppflettiorð ásamt fjölmörgum notkunardæmum og orðasamböndum sem þýdd eru á frönsku. Orðabókin verður öllum aðgengileg án endurgjalds á slóðinni www.lexia.arnastofnun.is. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar síðdegis í dag. Vigdís Finnbogadóttir mun opna bókina og Roselyne Bachelot-Narquin, menningar- og samskiptamálaráðherra Frakklands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, eru meðal þeirra sem flytja ávarp við opnunina. Lexía er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM). Þórdís Úlfarsdóttir, sérfræðingur hjá SÁM, er aðalritstjóri íslenska orðabókargrunnsins og Rósa Elín Davíðsdóttir, orðabókafræðingur við SVF, er ritstjóri franska hluta hennar. Aðrir í ritstjórn orðabókarinnar eru François Heenen, Jean-Christophe Salaün og Ólöf Pétursdóttir. Gerð orðabókarinnar á sér aðdraganda aftur til ársins 1983 þegar íslensk og frönsk stjórnvöld undirrituðu samkomulag um að efla samvinnu landanna á sviði menningar og vísinda m.a. með stuðningi við gerð fransk-íslenskrar orðabókar og íslensk-franskrar. Sú fyrri kom út árið 1995 en vinna við íslensk-frönsku veforðabókina hófst haustið 2015 eftir að ákveðið var að gefa hana út í stafrænu formi og byggja á gagnagrunni ISLEX, margmála orðabókar milli íslensku og norrænu málanna á vegum SÁM. Vigdís Finnbogadóttir hefur frá upphafi verið mikill hvatamaður að útgáfu bókarinnar en hún hefur alla tíð haldið á lofti mikilvægi tungumála og tungumálanáms. Vigdís var landsþekktur frönskukennari og frumkvöðull í tungumálakennslu í íslensku sjónvarpi og hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra UNESCO í tungumálum frá árinu 1998. Útgáfa Lexíu markar tímamót þar sem nú eru liðin meira en 70 ár frá því að íslensk-frönsk orðabók kom síðast út. Því er mikill fengur í orðabókinni bæði fyrir Íslendinga sem eru að læra frönsku, frönskumælandi íslenskunema, þýðendur, áhugafólk um franska tungu, menningu og þjóðlíf og alla þá sem eiga samskipti við frönskumælandi fólk. Franska er töluð af um 75 milljónum manna víða um heim og er því mikilvægt tungumál í alþjóðasamskiptum. Útgáfa Lexíu er mikilvægur liður í því að efla samskipti og treysta vináttubönd Íslands og Frakklands. Lexía inniheldur um 50 þúsund uppflettiorð ásamt fjölmörgum notkunardæmum og orðasamböndum sem þýdd eru á frönsku. Orðabókin verður öllum aðgengileg án endurgjalds á slóðinni www.lexia.arnastofnun.is.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira