Er efstur en náði ekki að klára tvær síðustu holurnar sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:00 Louis Oosthuizen gæti byrjað daginn á því að komast einn í toppsætið eða missa toppsætið. Hann spilar tvær síðustu holurnar eldsnemma að staðartíma. AP/Gregory Bull Bandaríkjamaðurinn Russell Henley og Louis Oosthuizen frá Suður Afríku voru efstir þegar keppni lauk á Opna bandaríska risamótinu í golfi í nótt. Louis Oosthuizen spilaði á fjórum höggum undir pari eins og Russell Henley en Suður Afríkumaðurinn náði samt ekki að klára fyrsta hringinn sinn. Oosthuizen á nefnilega eftir að klára tvær holur á hringnum. .@Louis57TM is no stranger to going low on Thursday in the #USOpen. He opened with rounds of 66 and 67 in 2019 and 2020.-4 thru 16 holes was strong enough to earn him the @Lexus Top Performance of the Day. pic.twitter.com/vb0Sm9xcI9— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Það tókst ekki að klára hringinn fyrir myrkur og því munu ágætur hópur kylfinga byrja annan daginn á því að spila síðustu holurnar á hringnum. Keppni tafðist um daginn vegna þoku. Ítalinn Francesco Molinari og Spánverjinn Rafa Cabrera Bello léku báðir fyrstu átján holurnar á þremur höggum undir pari og deila þriðja sætinu. Það er líka nóg af frábærum kylfingum í kringum þessa fjóra. Brooks Koepka, Rory McIlroy, Francesco Molinari, Xander Schauffele, Hideki Matsuyama og Jon Rahm eru allri stutt á eftir. COURSE ALERT Round 1 of the 121st #USOpen was suspended at 10:51 p.m. EDT (7:51 p.m. local time). Round 1 will resume at 9:50 a.m. EDT (6:50 a.m. local time). Round 2 will begin as scheduled.@Louis57TM (-4 thru 16) co-leads with @russhenleygolf. pic.twitter.com/G3mlFE0X72— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Brooks Koepka hélt áfram að gera frábæra hluti á risamótum en hann lék hringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þetta var sjötti hringur hans í röð á risamóti þar sem hann kemur inn á 60 og eitthvað. Það gekk hins vegar mun verra hjá Bryson DeChambeau sem vann mótið í fyrra og hinum gamalreynda Phil Mickelson sem vann síðasta risamót og ætlaði sér stóra hluti á mótinu sem hann hefur aldrei unnið. Bryson DeChambeau vann opna bandaríska mótið í fyrra en lék fyrsta hringinn tveimur höggum yfir pari. Það skilar honum bara í 61. sæti. Mickelson er enn neðar eða á fjórum höggum yfir pari í 96. sæti. Staðan þegar keppni var hætt í nótt: 1. Russell Henley (Bandaríkjunum) -4 (67) 1. Louis Ooosthuizen (Suður Afríku) -4 (16*) 3. Francesco Molinari (Ítalíu) -3 (68) 3. Rafa Cabrera Bello (Spáni) -3 (68) 5. Brooks Koepka (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Xander Schauffele (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hayden Buckley (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hideki Matsuyama (Japan) -2 (69) 5. Jon Rahm (Spáni) -2 (69) 5. Sebastian Munoz (Kólumbíu) -2 (14*) Who needs a Nightcap?!@ScottWalkeronTV and @KiraDixon offer some insight on Day 1 of the #USOpen, and welcome a special guest to the show. pic.twitter.com/lQRkwqz3eh— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Golf Opna bandaríska Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Louis Oosthuizen spilaði á fjórum höggum undir pari eins og Russell Henley en Suður Afríkumaðurinn náði samt ekki að klára fyrsta hringinn sinn. Oosthuizen á nefnilega eftir að klára tvær holur á hringnum. .@Louis57TM is no stranger to going low on Thursday in the #USOpen. He opened with rounds of 66 and 67 in 2019 and 2020.-4 thru 16 holes was strong enough to earn him the @Lexus Top Performance of the Day. pic.twitter.com/vb0Sm9xcI9— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Það tókst ekki að klára hringinn fyrir myrkur og því munu ágætur hópur kylfinga byrja annan daginn á því að spila síðustu holurnar á hringnum. Keppni tafðist um daginn vegna þoku. Ítalinn Francesco Molinari og Spánverjinn Rafa Cabrera Bello léku báðir fyrstu átján holurnar á þremur höggum undir pari og deila þriðja sætinu. Það er líka nóg af frábærum kylfingum í kringum þessa fjóra. Brooks Koepka, Rory McIlroy, Francesco Molinari, Xander Schauffele, Hideki Matsuyama og Jon Rahm eru allri stutt á eftir. COURSE ALERT Round 1 of the 121st #USOpen was suspended at 10:51 p.m. EDT (7:51 p.m. local time). Round 1 will resume at 9:50 a.m. EDT (6:50 a.m. local time). Round 2 will begin as scheduled.@Louis57TM (-4 thru 16) co-leads with @russhenleygolf. pic.twitter.com/G3mlFE0X72— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Brooks Koepka hélt áfram að gera frábæra hluti á risamótum en hann lék hringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þetta var sjötti hringur hans í röð á risamóti þar sem hann kemur inn á 60 og eitthvað. Það gekk hins vegar mun verra hjá Bryson DeChambeau sem vann mótið í fyrra og hinum gamalreynda Phil Mickelson sem vann síðasta risamót og ætlaði sér stóra hluti á mótinu sem hann hefur aldrei unnið. Bryson DeChambeau vann opna bandaríska mótið í fyrra en lék fyrsta hringinn tveimur höggum yfir pari. Það skilar honum bara í 61. sæti. Mickelson er enn neðar eða á fjórum höggum yfir pari í 96. sæti. Staðan þegar keppni var hætt í nótt: 1. Russell Henley (Bandaríkjunum) -4 (67) 1. Louis Ooosthuizen (Suður Afríku) -4 (16*) 3. Francesco Molinari (Ítalíu) -3 (68) 3. Rafa Cabrera Bello (Spáni) -3 (68) 5. Brooks Koepka (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Xander Schauffele (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hayden Buckley (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hideki Matsuyama (Japan) -2 (69) 5. Jon Rahm (Spáni) -2 (69) 5. Sebastian Munoz (Kólumbíu) -2 (14*) Who needs a Nightcap?!@ScottWalkeronTV and @KiraDixon offer some insight on Day 1 of the #USOpen, and welcome a special guest to the show. pic.twitter.com/lQRkwqz3eh— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021
Staðan þegar keppni var hætt í nótt: 1. Russell Henley (Bandaríkjunum) -4 (67) 1. Louis Ooosthuizen (Suður Afríku) -4 (16*) 3. Francesco Molinari (Ítalíu) -3 (68) 3. Rafa Cabrera Bello (Spáni) -3 (68) 5. Brooks Koepka (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Xander Schauffele (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hayden Buckley (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hideki Matsuyama (Japan) -2 (69) 5. Jon Rahm (Spáni) -2 (69) 5. Sebastian Munoz (Kólumbíu) -2 (14*)
Golf Opna bandaríska Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira