Myndbandið var frumsýnt í Bíó Paradís fyrr í mánuðinum en hefur ekki komið fyrir sjónir almennings fyrr en nú.
Að sögn Donal Boyd, meðleikstjóra og listræns stjórnanda myndbandsins er Tom með sérstæðan og snjallan stíl sem kitlar ímyndunaraflið. En Tom leikur sjálfur aðalhlutverk í myndbandinu ásamt Sorelle Amore.
Sorelle Amore er með um milljón fylgjendur á Youtube en hefur verið búsett á Íslandi síðustu ár. Hún segir samstarfið með Tom hafa verið „mjög örvandi sköpunarlega séð“.
Lagið er þokkafull gamaldags ballaða sem mætti líka við snekkju-rokk með nútímalegum áherslum.
Íslenska myndlistarkonan Sigrún Hanna er hönnuður framleiðslu og leikmyndahönnuður er bandaríski hönnuðurinn Kate Scott Stewart. Yfirframleiðandi er hollenski umboðsmaðurinn Kim Wagenaar og förðunarmeistari er Tatyana Guðbjörnsdóttir.