Ljóst hverjir mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 12:31 Undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni kláruðust á Þorláksvelli í hádeginu og ljóst hverjir mætast í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum. Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum.
Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira