Átta liða úrslitin fóru fram í gær en undanúrslitin voru leikin í morgun og úrslitin kláruðust svo nú síðdegis í dag.
Kvennamegin vann Guðrún Brá Bjögvinsdóttir með fjórum en einvígið kláraðist þar af leiðandi á fimmtándu holunni.
Í leiknum um þriðja sætið hafði Hulda Clara Gestsdóttir betur gegn Helgu Signýju Pálsdóttur og kláraðist það einvígi á sautjándu.
Í úrslitaleiknum karlamegin hafði Sverrir Haraldsson betur gegn Lárusi Inga Antonssyni með tveimur holum.
Í viðureigninni um bronsið hafði Andri Þór Björnsson betur gegn Andra Má Óskarssyni eftir bráðabana.
