Vann sitt fyrsta risamót tveimur vikum eftir að hafa greinst með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 07:30 Jon Rahm fagnar. Hann er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska meistaramótið í golfi. getty/Keyur Khamar Jon Rahm hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti á ferlinum. Aðeins þrjár vikur eru síðan Rahm þurfti að draga sig úr keppni á Memorial mótinu eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Hann fékk að vita af því á lokaholunni en hann var þá með sex högga forystu. Rahm sýndi mikla yfirvegun á lokahring mótsins í gær og tapaði ekki höggi á seinni níu holunum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Hann er fyrsti sigurvegarinn á Opna bandaríska sem afrekar það síðan Tom Watson 1982. An absolutely LEGENDARY finish!@JonRahmPGA closes birdie-birdie on 17 and 18 to become the 121st #USOpen champion! pic.twitter.com/pfKmYlIAYe— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 21, 2021 Rahm lauk leik á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen. Þetta er annað risamótið í röð þar sem hann endar í 2. sæti en hann varð einnig annar á PGA meistaramótinu í síðasta mánuði. Rahm, sem er 26 ára, er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska. Hann tileinkaði landa sínum, Seve Ballesteros heitnum, sigurinn en hann vann fimm risamót á ferlinum. Opna bandaríska fór fram á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu. Rahm vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á sama velli fyrir fjórum árum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Aðeins þrjár vikur eru síðan Rahm þurfti að draga sig úr keppni á Memorial mótinu eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Hann fékk að vita af því á lokaholunni en hann var þá með sex högga forystu. Rahm sýndi mikla yfirvegun á lokahring mótsins í gær og tapaði ekki höggi á seinni níu holunum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Hann er fyrsti sigurvegarinn á Opna bandaríska sem afrekar það síðan Tom Watson 1982. An absolutely LEGENDARY finish!@JonRahmPGA closes birdie-birdie on 17 and 18 to become the 121st #USOpen champion! pic.twitter.com/pfKmYlIAYe— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 21, 2021 Rahm lauk leik á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen. Þetta er annað risamótið í röð þar sem hann endar í 2. sæti en hann varð einnig annar á PGA meistaramótinu í síðasta mánuði. Rahm, sem er 26 ára, er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska. Hann tileinkaði landa sínum, Seve Ballesteros heitnum, sigurinn en hann vann fimm risamót á ferlinum. Opna bandaríska fór fram á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu. Rahm vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á sama velli fyrir fjórum árum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira