„Við grömsum í plötukassanum hjá plötusnúðunum og grúskum sjálfir í öllu nýmetinu sem eru að koma út. Útkoman er allt það funheitasta í danstónlistinni. Á listanum núna má til dæmis finna gamla slagara frá Faithless og Soul to Soul í nýjum vel heppnuðum endurhljómblöndunum,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone.
Topplagið heitir Forces of Nature (Radio Slave mixin) með Amberoom ft. Blakkat & BabyGirl.
Nýja smáskífan frá Gus Gus er í öðru sæti listans, en í þættinum er frumflutt dub mix af laginu sem er ekki væntanlegt fyrr en í næsta mánuði.
Hér fyrir neðan má sjá listann í heild sinni.
Múmía þáttarins er topplagið á PartyZone listanum í þessari viku fyrir 25 árum síðan, árið 1996. Lag var síðan að finna á PartyZone´96 safndisknum um haustið en það heitir Trancesetters og er með hljómsveitinni The Search.