Salas og Korda efstar fyrir lokahringinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2021 23:01 Nelly Korda og Lizette Salas eru efstar fyrir lokahringinn. Hér eru þær ásamt Celine Boutier. Kevin C. Cox/Getty Images Lizette Salas og Nelly Korda eru jafnar í efsta sæti fyrir lokahring KPMG risamóts kvenna í golfi. Þær eru báðar 15 höggum undir pari, eða fimm höggum á undan næstu kylfingum. Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira