Leiknir voru fjórir hringir, en Aron spilaði á samanlegt 13 höggum undir pari og hafnaði í fimmta sæti.
Það var Daninn Christoffer Bring sem bar sigur úr býtum, en hann lék samtals á tuttugu höggum undir pari vallarins.
Aron Snær var ekki eini Íslendingurinn sem tók þátt, en þeir Hákon Örn Magnússon og Kristófer Karl Karlsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.