Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2021 21:49 Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var hissa þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í kvöld. Vísir/Daníel Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. „Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10