Vonast til að kvenkyns leikmenn verði jákvæðari út í kvendómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 11:31 Kvendómurum er alltaf að fjölga sem er mjög jákvætt fyrir fótboltann. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands er í herferð að fjölga konum í hreyfingunni og þá sérstaklega konum sem eru í öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni en að vera leikmenn. KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Sjá meira
KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Sjá meira