Jóhannes Karl: Þá bara eigum við að klára leikinn Sverrir Mar Smárason skrifar 28. júní 2021 22:00 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur í leikslok þegar Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Keflavík á Akranesi í kvöld. „Bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn. Við sköpuðum okkur færi líka þó svo að Keflavík hafi skorað tvö mörk sem voru klaufaleg, sérstaklega fyrra markið, heppni stimpill yfir því fyrir Keflvíkingana. Við fengum alveg færi til þess að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik að minnsta kosti. Ég er svekktur að við höfum ekki náð að sigla þessu heim“ sagði Jóhannes. Skagamenn sóttu mikið í byrjun og komust í 2-0 eftir 29.mínútna leik en Keflavík komu til baka og jöfnuðu leikinn. Jóhannes taldi sitt lið hafa átt að klára leikinn. „Heppni yfir því hvernig Keflavík kemst inn í leikinn, þeir fá aukaspyrnu fyrir utan teig sem gat dottið með þeim, skotið varið hjá Árna Marinó en við fylgjum ekki eftir. Við sköpum okkur færi til að skora fleiri mörk og fáum líka algjört dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum getað skorað þriðja og fjórða markið en það féll ekki með okkur.“ Skagamenn kölluðu nokkrum sinnum til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, og vildu fá vítaspyrnu. Jóhannes var ekki alveg nógu sáttur við Vilhjálm í dag. “Ég er náttúrulega kannski ekki alveg í bestu stöðunni til þess að sjá það en mér finnst við gera tilkall til þess að fá víti í þrjú skipti. Mér fannst dómarinn ekki alveg meta það allt saman rétt. Fyrst og fremst hefðum við átt að geta varist betur því sem Keflvíkingarnir ætluðu að reyna að koma með hérna í dag. Komast í 2-0 þá bara eigum við að klára leikinn.“ ÍA sitja í 12.sæti með sex stig eftir fyrri umferðina. Jóhannes segir þá vera að skoða það að styrkja varnarleikinn fyrir seinni umferðina. „Við verðum bara að sjá hvað er í boði fyrir okkur. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í veseni með varnarleikinn og kannski þurfum við aðeins meiri reyslu og aðeins meiri ró í varnarlínuna hjá okkur. Að mínu mati er það það sem við þurfum að laga, varnarleikurinn“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn. Við sköpuðum okkur færi líka þó svo að Keflavík hafi skorað tvö mörk sem voru klaufaleg, sérstaklega fyrra markið, heppni stimpill yfir því fyrir Keflvíkingana. Við fengum alveg færi til þess að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik að minnsta kosti. Ég er svekktur að við höfum ekki náð að sigla þessu heim“ sagði Jóhannes. Skagamenn sóttu mikið í byrjun og komust í 2-0 eftir 29.mínútna leik en Keflavík komu til baka og jöfnuðu leikinn. Jóhannes taldi sitt lið hafa átt að klára leikinn. „Heppni yfir því hvernig Keflavík kemst inn í leikinn, þeir fá aukaspyrnu fyrir utan teig sem gat dottið með þeim, skotið varið hjá Árna Marinó en við fylgjum ekki eftir. Við sköpum okkur færi til að skora fleiri mörk og fáum líka algjört dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum getað skorað þriðja og fjórða markið en það féll ekki með okkur.“ Skagamenn kölluðu nokkrum sinnum til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, og vildu fá vítaspyrnu. Jóhannes var ekki alveg nógu sáttur við Vilhjálm í dag. “Ég er náttúrulega kannski ekki alveg í bestu stöðunni til þess að sjá það en mér finnst við gera tilkall til þess að fá víti í þrjú skipti. Mér fannst dómarinn ekki alveg meta það allt saman rétt. Fyrst og fremst hefðum við átt að geta varist betur því sem Keflvíkingarnir ætluðu að reyna að koma með hérna í dag. Komast í 2-0 þá bara eigum við að klára leikinn.“ ÍA sitja í 12.sæti með sex stig eftir fyrri umferðina. Jóhannes segir þá vera að skoða það að styrkja varnarleikinn fyrir seinni umferðina. „Við verðum bara að sjá hvað er í boði fyrir okkur. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í veseni með varnarleikinn og kannski þurfum við aðeins meiri reyslu og aðeins meiri ró í varnarlínuna hjá okkur. Að mínu mati er það það sem við þurfum að laga, varnarleikurinn“ sagði Jóhannes að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira