Jóhannes Karl: Þá bara eigum við að klára leikinn Sverrir Mar Smárason skrifar 28. júní 2021 22:00 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur í leikslok þegar Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Keflavík á Akranesi í kvöld. „Bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn. Við sköpuðum okkur færi líka þó svo að Keflavík hafi skorað tvö mörk sem voru klaufaleg, sérstaklega fyrra markið, heppni stimpill yfir því fyrir Keflvíkingana. Við fengum alveg færi til þess að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik að minnsta kosti. Ég er svekktur að við höfum ekki náð að sigla þessu heim“ sagði Jóhannes. Skagamenn sóttu mikið í byrjun og komust í 2-0 eftir 29.mínútna leik en Keflavík komu til baka og jöfnuðu leikinn. Jóhannes taldi sitt lið hafa átt að klára leikinn. „Heppni yfir því hvernig Keflavík kemst inn í leikinn, þeir fá aukaspyrnu fyrir utan teig sem gat dottið með þeim, skotið varið hjá Árna Marinó en við fylgjum ekki eftir. Við sköpum okkur færi til að skora fleiri mörk og fáum líka algjört dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum getað skorað þriðja og fjórða markið en það féll ekki með okkur.“ Skagamenn kölluðu nokkrum sinnum til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, og vildu fá vítaspyrnu. Jóhannes var ekki alveg nógu sáttur við Vilhjálm í dag. “Ég er náttúrulega kannski ekki alveg í bestu stöðunni til þess að sjá það en mér finnst við gera tilkall til þess að fá víti í þrjú skipti. Mér fannst dómarinn ekki alveg meta það allt saman rétt. Fyrst og fremst hefðum við átt að geta varist betur því sem Keflvíkingarnir ætluðu að reyna að koma með hérna í dag. Komast í 2-0 þá bara eigum við að klára leikinn.“ ÍA sitja í 12.sæti með sex stig eftir fyrri umferðina. Jóhannes segir þá vera að skoða það að styrkja varnarleikinn fyrir seinni umferðina. „Við verðum bara að sjá hvað er í boði fyrir okkur. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í veseni með varnarleikinn og kannski þurfum við aðeins meiri reyslu og aðeins meiri ró í varnarlínuna hjá okkur. Að mínu mati er það það sem við þurfum að laga, varnarleikurinn“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
„Bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn. Við sköpuðum okkur færi líka þó svo að Keflavík hafi skorað tvö mörk sem voru klaufaleg, sérstaklega fyrra markið, heppni stimpill yfir því fyrir Keflvíkingana. Við fengum alveg færi til þess að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik að minnsta kosti. Ég er svekktur að við höfum ekki náð að sigla þessu heim“ sagði Jóhannes. Skagamenn sóttu mikið í byrjun og komust í 2-0 eftir 29.mínútna leik en Keflavík komu til baka og jöfnuðu leikinn. Jóhannes taldi sitt lið hafa átt að klára leikinn. „Heppni yfir því hvernig Keflavík kemst inn í leikinn, þeir fá aukaspyrnu fyrir utan teig sem gat dottið með þeim, skotið varið hjá Árna Marinó en við fylgjum ekki eftir. Við sköpum okkur færi til að skora fleiri mörk og fáum líka algjört dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum getað skorað þriðja og fjórða markið en það féll ekki með okkur.“ Skagamenn kölluðu nokkrum sinnum til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, og vildu fá vítaspyrnu. Jóhannes var ekki alveg nógu sáttur við Vilhjálm í dag. “Ég er náttúrulega kannski ekki alveg í bestu stöðunni til þess að sjá það en mér finnst við gera tilkall til þess að fá víti í þrjú skipti. Mér fannst dómarinn ekki alveg meta það allt saman rétt. Fyrst og fremst hefðum við átt að geta varist betur því sem Keflvíkingarnir ætluðu að reyna að koma með hérna í dag. Komast í 2-0 þá bara eigum við að klára leikinn.“ ÍA sitja í 12.sæti með sex stig eftir fyrri umferðina. Jóhannes segir þá vera að skoða það að styrkja varnarleikinn fyrir seinni umferðina. „Við verðum bara að sjá hvað er í boði fyrir okkur. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í veseni með varnarleikinn og kannski þurfum við aðeins meiri reyslu og aðeins meiri ró í varnarlínuna hjá okkur. Að mínu mati er það það sem við þurfum að laga, varnarleikurinn“ sagði Jóhannes að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira