Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2021 14:35 Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global hf, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Aðsend Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira