Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2021 07:49 Urriðafoss er ennþá á toppnum yfir aflahæstu árnar Mynd: Stefán Sigurðsson Við erum svona í seinna fallinu að birta vikulegar veiðitölur en veiðin hefur verið heldur róleg með undantekningum þó. Urriðafoss trónir á toppnum yfir aðrar ár með heildarveiði upp á 501 lax sem er frábær veiði þegar öflugasti veiðitímann er framundan. Það lifnaði loksins yfir veiði í Norðurá en hollin eru hægt og rólega að detta í 50-60 laxa en á þessum tíma ættu þau venjulega að vera í ca 100 löxum. Það skal þó tekið tillit til með þær pælingar að þetta er 1-2 vikum seinna en venjulega svo þetta getur vel breyst í það sem mætti kalla "réttar tölur". Norðurá er komin í 208 laxa. Þverá og Kjarrá eru sömuleiðis aðeins að taka við sér en þar er 151 lax kominn á land, Haffjarðará með 92 og Eystri Rangá með 85 en hún eins og veiðimenn þekkja er yfirleitt ekki að fara á fullt fyrr en um miðjan júlí. Það sem vekur furðu á heildarlistanum er að sjá Blöndu með 33 veidda laxa eftir rétt mánuð sem áin hefur verið veidd. Sumarið í fyrra þótti afskaplega lélegt í henni en þá veiddust 475 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði
Urriðafoss trónir á toppnum yfir aðrar ár með heildarveiði upp á 501 lax sem er frábær veiði þegar öflugasti veiðitímann er framundan. Það lifnaði loksins yfir veiði í Norðurá en hollin eru hægt og rólega að detta í 50-60 laxa en á þessum tíma ættu þau venjulega að vera í ca 100 löxum. Það skal þó tekið tillit til með þær pælingar að þetta er 1-2 vikum seinna en venjulega svo þetta getur vel breyst í það sem mætti kalla "réttar tölur". Norðurá er komin í 208 laxa. Þverá og Kjarrá eru sömuleiðis aðeins að taka við sér en þar er 151 lax kominn á land, Haffjarðará með 92 og Eystri Rangá með 85 en hún eins og veiðimenn þekkja er yfirleitt ekki að fara á fullt fyrr en um miðjan júlí. Það sem vekur furðu á heildarlistanum er að sjá Blöndu með 33 veidda laxa eftir rétt mánuð sem áin hefur verið veidd. Sumarið í fyrra þótti afskaplega lélegt í henni en þá veiddust 475 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði